Fara í efni  

Dieci skotbómulyftarasendingin er komin!

Dieci skotbómulyftarasendingin er komin!
Dieci skotbómulyftarasendingin er komin!

Við vorum að fá í hús stóra sendingu af Dieci skotbómulyfturum. Í sendingunni voru Dieci Icarus 45.17 Dynamic, Dieci Mini Agri Smart 20.4, Dieci Agri Star 37.7, Dieci Pegasus 40.18 og Dieci Apollo 26.6.

Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar eru gríðarlega öflugir og hannaðir fyrir mikla notkun. Sýn úr ökumannshúsi er framúrskarandi og mikil áhersla lögð á öryggi tækjanna. Dieci býður breiða línu tækja, yfir 75 gerðir með lyftigetu allt að 23.000 kg og lyftihæð allt að 35 metrar. Aukabúnaður er í miklu úrvali á lyftarana svo sem mannkörfur, kranaspil, kranabómur, sópar, margar gerðir af skóflum.

Kynntu þér Dieci skotbómulyftara

Komdu, skoðaðu og prófaðu!

Dieci Icarus 45.17 Dynamic með 17 metra bómu og krabbastýri

Fixed Telehandlers construction icarus dynamic Dieci

Dieci Icarus 45.17 er mjög vel útbúinn og má þar nefna flæðistýrt joystick til stjórnunar á glussakerfi og keyrslu, stillanlegur DEFA hitunarbúnaður fyrir stýrishús og mótor, myndavélar á bómu og aftur, meðal búnaðar er mannkarfa breikkan- og tillanleg í (240cm) og tiltanleg (90° í báðar áttir), gafflar og skófla glussahraðtengi, LED vinnuljós allan hringinn, notendahandbók á íslensku og aukalagnir á bómu svo eitthvað sé nefnt.

Nútímalegt vinnutæki, með flottar línur og með hinu nýja stýrishúsi sem hannað er af Giugiaro Design og framleitt með efnum úr vörubíla- og bílagreininni. ICARUS er í nýju Construction GD línunni og er fjölskylda farartækja sem ná hæstu hæðum – 14, 17 og 18 metra – og er með mikla lyftigetu frá 4 til 6 tonn.

ICARUS er hannaður fyrir kröfur byggingarsvæða og mjög auðveldur í allri notkun, þökk sé háum öryggisstaðli sem tryggður er með stiglausri glussastýringu á lyftibúnaði, stoðlöppum og stöðuleikabúnaði.

Þarfir á byggingarsvæðum eru að breytast: Lækka verður stjórnunarkostnað, stöðugt þarf að bæta framleiðni vinnutækja. DIECI uppfyllir nýjar kröfur viðskiptavina sinna með fjölhæfari, öflugri, áræðanlegri og öruggari vinnutækjum sem eru auðveld og hagkvæm í notkun og akstri. Viðhaldið er auðvelt þökk sé endingargóðum íhlutum og efnum sem skipta þarf um eftir nokkur hundruð klst notkun.

SENDU FYRIRSPURN

Kynntu þér Dieci Icarus 45.17

Dieci Mini Agri Smart 20.4 | Hámarksafköst og minni kostnaður

Fixed Telehandlers agriculture mini agri smart Dieci

Dieci Mini Agri Smart 20.4 er með einu flæðistýrðu joystik fyrir glussastýringu og keyrslu ásamt því að vera vel upplýstur með LED vinnuljósum allan hringinn einnig má nefna útvarp með handfrjálsu kerfi (Blue tooth), aukalögnum á bómu, skófla, gafflar, bakkmyndavél, glussahraðtengi, loftfjaðrandi sæti, notendahandbók á íslensku ofl.

Mini Agri Smart er tilvalinn skotbómulyftari fyrir þröng rými þar sem hann er nákvæmur í hreyfingum og mjög meðfærilegur og býður einnig upp á frábæran kraft. Mini Agri 20.4 Smart er sá fyrirferðarminnsti og liprasti í DIECI línunni, en gefur ekkert eftir í háum kröfum um þægindi og fjölhæfni. Stærð hans gerir hann sérlega hæfan til að vinna í mjög þröngu rými, án þess að fórna ökumannsrými útsýni og þægindum ökumanns.

Mini Agri 20.4 er blanda af styrk og nýsköpun: nýja vélin og nýja vökvakerfis gírskiptingin tryggja afköst sparneytni, og áræðanleika verulega.

SENDU FYRIRSPURN

Kynntu þér Dieci Agri Smart 20.4

Dieci Agri Star 37.7 | Lipur og áræðanlegur

Fixed Telehandlers agriculture agri star GD st 5 Dieci

Dieci Agri Star 37.7 er gríðarlega öflugur og mjög vel útbúinn þar má nefna flæðistýrt joystick til stjórnunar á glussakerfi og keyrslu, afrétting stýris, dempun á húsi Zero Shock, bómufjöðrun, myndavélar til hliðar og aftur, loftfjaðrandi sæti, glussahraðtengi, skófla og gafflar ásamt LED vinnuljósum allan hringinn, íslensk notendahandbók og aukalagnir á bómu svo eitthvað sé nefnt.

Agri Star er fjölskylda farartækja sem ná hæðum – 7, 8 og 10 metrum – og með lyftigetu 3.7-3.8 og 4 tonn. Agri Star er hannaður fyrir kröfur landbúnaðar og iðnaðar lipur, öflugur og mjög auðveldur í allri notkun, þökk sé háum öryggisstaðli sem tryggður er með stiglausri glussastýringu á lyftibúnaði og keyrslu.

SENDU FYRIRSPURN

Kynntu þér Dieci Agri Star 37.7

 

Dieci Pegasus Essential 40.18 | Háþróaður og afkastamikill

Rotating Telehandlers construction pegasus essential ce Dieci

Dieci Pegasus Essential 40.18 er gríðarlega vinsæll og öflugur mjög vel útbúinn þar má nefna flæðistýrð joystic til stjórnunar á glussakerfi og keyrslu,stillanlegur hitunarbúnaður fyrir stýrishús og mótor, myndavélar á bómu, hlið og aftur,glussahraðtengi, skófla og gafflar, spil, mannkarfa breikkanleg í (240cm) og tiltanleg (90° í báðar áttir), LED vinnuljós allan hringinn, aukalagnir á bómu, þráðlaus fjarstýring til stjórnunar á tækinu,upphitað og loftfjaðrandi Grammer sæti með 2 innbygðum joystick stjórntækjum notendahandbók á íslensku svo eitthvað sé nefnt.

PEGASUS fjölskyldan fer yfir öll mörk meðal skotbómulyftara hvað varðar hámarks burðargetu og vinnulengd. Pegasus Essential 40.18 er skotbómulyftari á 400° snúning mjög stöðugur og nær yfir gríðar stórt vinnusvæði. Fjölbreytt úrval af fylgibúnaði gerir þessu eina tæki kleift að vera í senn skotbómulyftari, krani og fullkomin vinnulyfta.

Þarfir á byggingarsvæðum eru að breytast: Lækka verður stjórnunarkostnað, stöðugt þarf að bæta framleiðni vinnutækja. DIECI uppfyllir nýjar kröfur viðskiptavina sinna með fjölhæfari, öflugri, áræðanlegri og öruggari vinnutækjum sem eru auðveld og hagkvæm í notkun og akstri.

SENDU FYRIRSPURN

Kynntu þér Dieci Pegasus Essential 40.18

Dieci Apollo 26.6 Fjölnota og lipur

Fixed Telehandlers construction apollo 2023 Dieci

Dieci Apollo 26.6 er mjög vel útbúinn með einu flæðistýrðu joystik fyrir stýringu og keyrslu ásamt því að vera vel upplýstur með LED vinnuljósum allan hringinn, bakk- og bómumyndavél, glussahraðtengi, bómufjöðrun, tvívirk glussaúrtök á bómu og rafmagnstengi, gafflar og skófla. Einnnig má nefna USB tengi, bluetooth, loftfjaðrandi sæti, notendahandbók á íslensku svo eitthvað sé nefnt.

Dieci Apollo 26.6 er "lítill“ skotbómulyftari, hannaður til að mæta þörfum við "ýmis verk": frábær til vinnu í landbúnaði, í sjávarútvegi eða þegar vantar tæki sem passar fullkomlega í þröng og erfið rými. Mikið úrval aukabúnaðar er hægt að fá á Apollo 26.6 svo sem lyftikróka, gripklær af ýmsu tagi, skóflur, gaffla og ýmislegt annað. Til viðbótar er einnig hægt að fá spil og mannkörfur. Rúmbesta stýrishúsið í sínum flokki, ROPS - FOPS samþykkt, húsið er sérstaklega hannað til að tryggja mikil þægindi.

SENDU FYRIRSPURN

Kynntu þér Dieci Apollo 26.6


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré