Fara í efni  

Vindar breytinga blása! Ný Aero vörulína Volvo vörubíla. Bætt orkunýting og betri sýn úr ökumannsrými.

Ný Aero vörulína Volvo vörubíla
Ný Aero vörulína Volvo vörubíla

„Nýi Volvo FH Aero vörubíllinn er sá skilvirkasti frá upphafi og með honum höldum við áfram að draga úr CO2 losun. Þetta er vörubíll eins og hann gerist bestur – öruggur, fallega hannaður og hágæða vörubíll fyrir krefjandi verkefni, hannaður fyrir viðskiptavini Volvo Trucks.“ segir Roger Alm, forstjóri Volvo Trucks.

Volvo FH Electric, sem var valinn Vörubíll ársins 2024 í fyrra, verður einnig í boði í nýju Aero útfærslunni, frábær viðbót við úrval rafknúinna vörubíla frá Volvo. Til viðbótar verður Volvo FH16 öflugasti vörubíllinn á markaðnum með nýrri 780 hestafla vél fyrir erfiðustu verkefnin.

Óháð því hvaða orkugjafa viðskiptavinir velja – rafmagn, gas eða dísil – munu allar gerðir í nýrri Aero vörulínu Volvo skila minni orkunotkun, meiri drægni og yfirburða öryggi og akstursupplifun.

Nýjar gerðir vörubíla í Aero línunni verða kynntir hver á eftir öðrum frá 2024-2025 í fjórum útgáfum – FH Aero, FH Aero Electric, FH Aero (gasknúinn) og FH16 Aero.

Bætt orkunýting og straumlínulaga hönnun

Framhlið Volvo FH Aero stýrishússins hefur verið lengt um 24 cm miðað við núverandi Volvo FH. Þessi framlenging hefur átt stóran þátt í því að búa til nýtt straumlínulaga stýrishús. Betra loftflæði minnkar eldsneytisnotkun og veitir einnig stöðugleika í akstri við vindasamar aðstæður.

Bætt loftflæði Volvo FH Aero Electric gerir bílnum kleift að endurnýja orku við hemlun eða þegar keyrt er niður brekkur, þannig safnast auka orka sem er tilbúin til notkunar næst þegar þörf krefur.

Hönnun Volvo FH Aero er einkennd með stóru og auðþekkjanlegu Volvo merkinu, sem er það stærsta hingað til á Volvo vörubíl sem og einkennandi VOLVO stafamerki sem sýnir greinilega að þarna er um nýjustu gerð Volvo vörubíls að ræða.

           

Aukið öryggi og skilvirkni með myndavélum í stað spegla

Nýtt myndavélakerfi stuðlar að enn betra loftflæði og öryggi. Þessi nýja lausn kemur í stað hefðbundinna ytri spegla, víkkar sjónarsvið ökumanns og eykur þannig um leið öryggi ökumanns og vegfarenda.

Myndavélakerfið bætir sýn ökumanns í erfiðum aðstæðum eins og rigningu og myrkri, en einnig þegar sólin skín lágt og einnig við akstur inn og úr göngum.

Fleiri eiginleikar og kostir nýja Volvo FH Areo eru:

  • I-See tækni Volvo hefur stuðlað að minni orkunotkun og kolefnislosun, með bættum akstursstillingum.
  • Uppfærðar bremsur með Volvo viðnámsfríum bremsudiskum, bæta hemlun og minnka orkunotkun
  • Upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins hefur verið uppfært og það er nú hægt að sérsníða það að hverjum og einum.
  • Hljóðkerfi bílsins hefur verið endurbætt og er nú fáanlegt með sex hágæða hátölurum, nýjum magnara og bassaboxi sem bætir miklu við hljóðupplifunina.
  • Boðið verður upp á nýtt innbyggt leiðsögukerfi með kortum sem hafa verið aðlöguð að þörfum vörubíla, með sjálfvirkum uppfærslum.
  • Í innra rými bílsins er innbyggður örbylgjuofn og USB-C tengimöguleikar.
  • Ný dekkjavöktunarþjónusta Volvo veitir rekstraraðilum flotans mikilvæga yfirsýn yfir vörubílinn og tengivagn hans í gegnum Volvo Connect, vöktunin minnkar líkur á óvæntum kostnaði eða vinnustöðvun sem tengjast dekkjum.

Volvo FH verður áfram í boði með hefðbundnu stýrishúsi, það er ekki með nýju framlengingunni.

Skoðaðu nýja Aero vörulínu Volvo hér: https://bit.ly/49eBOAP


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré