Fara í efni  

Eimskip fjölgar rafmagnsvörubílum

Eimskip fjölgar rafmagnsvörubílum.
Eimskip fjölgar rafmagnsvörubílum.

Eimskip bætti á dögunum við þriðja rafmagnsvörubílnum í flutningabílaflota sinn og tekur þar með enn eitt skrefið í að draga úr koltvísýringslosun í vegasamgöngum á Íslandi. Þetta er enn eitt púslið í orkuskiptaátaki Eimskips sem er mikilvægt framlag til markmiða Íslands um ríflega helmings samdrátt í losun frá vegasamgöngum árið 2030.

Um er að ræða Volvo FM Electric 6x2 rafmagnsdráttarbíl með heildarþyngd allt að 44 tonn. Rafhlaðan er 540 kWh og tekur við allt að 43 kW í AC hleðslu og allt að 250 kW í hraðhleðslu sem skilar nægri daglegri drægni yfir allan vinnudaginn. Bíllinn verður meðal annars notaður í gámaflutninga á höfuðborgarsvæðinu og milli Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga. Fyrr í sumar fékk Eimskip afhenta tvo 16 tonna rafmagnsvörubíla sem eru báðir af gerðinni Volvo FL Electric 4x2. Það eru bílar með flutningakassa og kælivél sem er einnig rafknúin beint frá rafhlöðunni. Rafhlaðan er 265 kWh og tekur við allt að 22 kW í AC hleðslu og allt að 150 kW í hraðhleðslu. Bílarnir hafa verið í notkun á höfuðborgarsvæðinu og í akstri milli Reykjavíkur og Suðurnesja til flutnings á kælivöru með góðum árangri.

“ Við erum ánægð að geta tekið enn frekari skref í átt að kolefnishlutleysi með þessum kaupum en félagið hefur sett sér það markmið að ná því fyrir árið 2040. Við erum mjög ánægð með Volvo rafmagnsvörubílana sem þegar eru komnir í rekstur hjá okkur. Bílstjórarnir hrósa þeim, finnst þeir mjög liprir og hljóðlátir í akstri.” segir Þuríður Tryggvadóttir, forstöðumaður vörudreifingar hjá Eimskip.

Á myndinni eru frá vinstri: Piotr Luczak bílstjóri, Þuríður Tryggvadóttir forstöðumaður vörudreifingar og
Þorsteinn Óli Eggertsson þjónustustjóri vörudreifingar.

Mikill ávinningur af þungaflutningum á rafmagni.

Með orkuskiptum í þungaflutningum færumst við nær markmiði Íslands í að draga úr losun koltvísýrings frá vegasamgöngum, loftgæði batna og um er að ræða mikilsvert framlag til orkuöryggis og orkusjálfstæðis Íslendinga með því að nýta íslenska, endurnýjanlega orku. Þegar orkuskiptum í vegasamgöngum er náð að fullu styrkir það ímynd Íslands sem land hreinnar orku og andrúmslofts.

Rafmagnsvörubílar skapa að auki margvíslegan annan ávinning með betra vinnuumhverfi fyrir bílstjóra með minni titring og hávaða, lægra og stöðugra orkuverð lækkar rekstrarkostnað og orkuáfylling á starfsstöðvum fyrirtækja sparar tíma og fjármuni. Einnig er mögulegt að bæta nýtingu bílanna þar sem þjónustutími er styttri og mögulegur nýtingartími er lengri í þéttbýli vegna minni hávaða og mengunar.

“Það er einstaklega mikilvægt að leiðandi félag í vöruflutningum eins og Eimskip hafi tekið ákvörðun um að fara í þessa orkuskiptavegferð í þungaflutningum á vegum. Það er tákn um frumkvæði og áræðni og mikilvægt fordæmi fyrir atvinnulífið. Eins og þetta lítur út fyrir mér þurfa atvinnulífið og stjórnvöld að keyra orkuskiptin áfram eins fljótt og hægt er. Þetta er ávinningur fyrir okkur öll til framtíðar, að við Íslendingar nýtum okkar grænu orku eins mikið og við getum.” segir Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri Veltis, Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar.


Áralöng reynsla Volvo samsteypunnar í framleiðslu rafmagns atvinnubíla og véla

Volvo samsteypan hóf framleiðslu rafmagnsstrætisvagna á árinu 2017, árið 2019 hófst framleiðsla á rafmagnsvörubílum og framleiðsla rafmagnsvinnuvéla hófst árið 2021. Þessi þróun og framleiðsla hefur byggt upp mikla reynslu, þekkingu og gæði innan samsteypunnar á þessari nýju tækni. Það leiddi til þess að árið 2022 hóf Volvo Trucks fjöldaframleiðslu á rafmagnsvörubílum, fyrstur alþjóðlegra vörubílaframleiðenda, og hefur nú afhent um 6.000 rafmagnsvörubíla í 42 löndum og sex heimshálfum og meðal annars er fjöldi rafmagnsvörubíla kominn til Íslands og byrjaðir að keyra á íslensku rafmagni.

Volvo Trucks býður nú alla sína vörubíla í rafmagnsútfærslu, sérstaklega hannaða fyrir þungaflutninga með ótrúlega lágan orkukostnað. Þeir eru einstaklega hljóðlátir fyrir bílstjóra og hvað varðar hávaða í umhverfi, losa engan koltvísýring við akstur og eru með leyfða heildarþyngd allt að 50 tonn.

Rafmagnsvörubílalínu Volvo má skoða nánar hér:

Volvo FL Electric 100% rafmagn

Volvo FE Electric 100% rafmagn

Volvo FM Electric 100% rafmagn

Volvo FMX Electric 100% rafmagn

Volvo FH Electric 100% rafmagn

Sérfræðiþekking Veltis í rafmagns atvinnubílum og atvinnutækjum

Veltir og Brimborg hafa verið í fararbroddi bíla- og tækjaumboða í rafknúnum ökutækjum og lagt mikið í þjálfun starfsmanna og uppbyggingu búnaðar til þjónustu þeirra auk uppbyggingar á hleðsluinnviðum sem henta vörubílum sérstaklega. Það tryggir hátt þjónustustig og framúrskarandi nýtingartíma rafknúinna atvinnubíla.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall