Fara í efni  

Allt um Velti

Hádegismóar Front END

Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki.

Volvo Trucks á Íslandi

Volvo Bus á Íslandi

Volvo CE á Íslandi

Volvo Penta á Íslandi

Renault Truck á Íslandi

Hágæða merki hjá Velti

Veltir býður eingöngu hágæða merki í atvinnubílum og atvinnutækjum til kröfuharðra viðskiptavina. Veltir er umboðsaðili á Íslandi fyrir  Volvo vörubíla, Renault vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftara, Humus sturtuvagna, Reisch tengivagna og Hiab hleðslukrana. Að auki býður Veltir sérhæfðar ábyggingar og búnað og tryggir þannig heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína.

Veltir er atvinnutækjasvið Brimborgar og í eigu Brimborgar. Allar frekari upplýsingar má finna hér: Upplýsingar um Brimborg


Við hjá Velti erum:

Árangursdrifin
Við viljum að viðskiptavinir okkar nái framúrskarandi árangri eins og við.

Lausnamiðuð
Við hlustum á viðskiptavini og samstarfsmenn og nýtum hæfileika okkar
til að finna bestu lausnirnar hratt og vel.

Frumkvöðlar
Við erum forvitin, óhrædd við breytingar, hugrökk, víðsýn, lærum af
mistökum og gleðjumst yfir árangri.

Ástríðufull
Við erum stolt af starfi okkar, sinnum því glöð, af virðingu og trúmennsku
með gagnsæi og traust að leiðarljósi.

Snyrtileg
Við leggjum áherslu á að ganga ávallt snyrtilega um, höfum snyrtilegt
í kringum okkur og erum snyrtileg til fara.


Panta tíma á verkstæði | Senda fyrirspurn

Þú getur pantað tíma á verkstæði Veltis eða sent okkur fyrirspurn.
Við svörum öllum fyrirspurnum um hæl. 


Nafnið Veltir

Veltir er nafn sem er sótt úr sögunni og var tekið í notkun fyrir Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar þegar flutt var í nýja sölu og þjónustumiðstöð að Hádegismóum 8 í Árbæ. Nafnið Veltir hefur skemmtilega tengingu við Volvo sem sækir merkingu í latneska orðið „volvera“ sem þýðir „ég rúlla“. En hvers vegna varð nafnið Veltir fyrir valinu?

Í fyrsta lagi var nauðsynlegt að aðgreina starfsemi Volvo atvinnutækjasviðs frá Brimborg við flutning á nýjan stað svo ekki yrði misskilningur um hvar annars vegar Volvo fólksbílastarfsemi Brimborgar yrði til húsa og hins vegar Volvo atvinnutækjastarfsemin. Nafnið hefur líka þessa skemmtilegu tengingu eins og áður segir, er stutt og laggott en hefur líka sögulega tengingu við Volvo á Íslandi. Sumarið 1988 tók Brimborg yfir starfsemi Volvo á Íslandi, bæði fólksbílastarfsemina og atvinnutækjastarfsemi sem þá var rekið undir nafninu Veltir og sameinað Brimborg.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, starfsemi Brimborgar á fólksbílasviði aukist umtalsvert samhliða miklum vexti hjá Volvo atvinnutækjum. Því var kominn tími á stækkun húsnæðis og flutning og eins og áður segir, mikilvægt að aðgreina starfsemina. Því var tilvalið að líta til sögunnar og sækja þangað nýtt nafn, Veltir.

Veltir nafnið

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 5109100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki. Veltir er þjónustu- og söluaðili fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæði Veltis sér um þjónustu við fyrrgreinda bíla og tæki. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara ásamt því að bjóða upp á hjólastillingar fyrir stóra atvinnubíla.

 

 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré