Fara í efni  

Neyðarþjónusta Veltis

Neyðarþjónusta Volvo vörubíla, Volvo vinnuvéla og Volvo Penta bátavéla

Neyðarþjónusta verkstæða Veltis er margþætt enda eru aðstæður viðskiptavina misjafnar. Við leggjum áherslu á að halda kostnaði viðskiptavina vegna neyðarþjónustu, þjónustu utan opnunartíma, sem lægstum og leitum ávallt leiða í samstarfi við viðskiptavininn um hagstæðustu leiðir og m.a. reyna að leysa málin í gegnum símann. Veltir er með öflugan flota þjónustubíla sem tæknimenn okkar nota til að fara út á land til aðstoðar við viðskiptavini. 

Gjald fyrir neyðarþjónustu

Neyðarþjónusta verkstæðis og varahlutaverslunar kostar kr. 25.000 fyrir hvert útkall og er útkallskostnaður til viðbótar við kostnað sem hugsanlega fellur til vegna viðgerðar og varahluta. Neyðarþjónusta er hugsuð fyrir viðskiptavini sem lenda óvænt í því að tæki bilar en þurfa nauðsynlega á viðgerð að halda utan opnunartíma.

Neyðarnúmer

Neyðarnúmer utan hefðbundins opnunartíma er í boði fyrir eftirfarandi atvinnubíla og atvinnutæki:

  • Volvo vörubílar: Verkstæði og varahlutir: 898 5135
  • Renault vörubílar: Verkstæði og varahlutir: 898 5135
  • Volvo rútur: Verkstæði og varahlutir: 898 5135
  • Volvo strætisvagnar: Verkstæði og varahlutir: 898 5135
  • Volvo vinnuvélar: Verkstæði og varahlutir: 893 7062
  • Volvo Penta bátavélar: Verkstæði og varahlutir: 893 7062

Neyðarþjónusta utan Reykjavíkur

Neyðarþjónusta utan Reykjavíkur er í boði hjá þjónustuaðilum okkar um land allt. Kostnaður vegna útkallsþjónustu fer eftir hverjum þjónustuaðila. Það sama gildir um neyðarþjónustu þeirra aðila. Veltu fyrir þér hvort dugar að bíða til næsta virka dags - ef ekki, hringdu þá.

 

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall