Fara í efni  

Ökuritaverkstæði - Ökuritar og aflestur ökumannskorta

Löggilding ökurita

Ökuritar og aflestur ökumannskorta fyrir vörubíla, rútur og aðra atvinnubíla

Rafrænir ökuritar (ökumælar) og ökumannskort eru bæði lögbundin og afar mikilvæg fyrir atvinnubílstjóra og þau fyrirtæki sem starfa í flutninga- eða ferðaþjónustu. Öll þjónusta er varðar ökurita er í boði hjá faggiltu ökuritaverkstæði Veltis, en ökumannskort má sækja hjá Samgöngustofu.

Endurskoðun hjá Frumherja.

Ef ökuriti er prófaður og reynist kominn úr löggildingu þarf stundum að fara með bílinn í endurskoðun. Starfsfólk Veltis getur þá skutlað bílnum yfir til Frumherja – sem er í sama húsnæði – og klárað endurskoðunina í einni og sömu heimsókn. Með þessu móti er bíllinn fljótlega klár aftur í vinnu.

Veltir Xpress er faggilt ökuritaverkstæði

Veltir Xpress er faggilt ökuritaverkstæði með B-faggildingu frá faggildingarsviði Hugverkastofu, auk starfsleyfis frá Samgöngustofu. Verkstæðið annast ísetningu, prófanir, skoðanir og innsiglingar á ökuritum, ásamt stillingum á hraðatakmörkurum.

  • Hröð og fagleg þjónusta: Kíktu við, hafðu samband í síma 510 9160 eða bókaðu tíma á netinu.

Snögg og örugg þjónusta fyrir atvinnubíla

  • Ísetning ökurita

  • Skoðun og prófanir ökurita á 2 ára og 6 ára fresti

  • Innsigling ökurita

  • Hraðatakmarkarar – skoðun, prófun, stilling og löggilding

  • Aflestur gagna úr ökurita (niðurhal gagna) fyrir rekstraraðila

  • Aflestur gagna af ökumannskortum (niðurhal gagna) fyrir bílstjóra

  • Einkar þægileg aðkoma og allt á einum stað

Rafrænn ökuriti

Rafrænn ökuriti skráir aksturs- og hvíldartíma ökumanns og er skyldubúnaður í atvinnuflota. Skoða þarf ökurita á tveggja ára fresti og framkvæma stærri skoðun á sex ára fresti. Nánari upplýsingar um skoðun ökurita má finna á vef Samgöngustofu.

Lögbundið að lesa niður gögn

Samkvæmt reglum þarf að hlaða niður gögnum af ökumannskorti á ekki meira en 28 daga fresti og af ökuritanum sjálfum á ekki meira en 90 daga fresti. Ökuritinn geymir hraðaferil í 24 klst. og ekki má taka kortið úr á meðan á akstri stendur. Ökumenn skulu jafnan hafa kortið í ökuritanum meðan ekið er. Ökuritinn geymir allt að eins árs akstursgögn, sem þýðir að ferill ökumanna er tvískráður.

Haldið hlutunum einföldum: Kíktu við hjá Velti Xpress ökuritaverkstæði, við sjáum um öll mál er varða ökurita og tryggjum að þú lendir hvorki í óþægindum né sektum. Frekari upplýsingar um rafræna ökurita má nálgast á vef Samgöngustofu.

Endurskoðun hjá Frumherja, allt á sama stað

Ef ökuriti er dottinn úr löggildingu eftir prófun grípum við fljótt inn í. Starfsfólk Veltis getur fært bílinn til Frumherja, í sama húsnæði, og lokið endurskoðun. Þannig færðu allt gert í einni ferð og bíllinn er sem fyrst tilbúinn til nota að nýju.

Kíktu við hjá Velti Xpress ökuritaverkstæði, hafðu samband í síma 510 9160 eða bókaðu tíma á netinu. Þetta er einfalt, þægilegt og þú færð þér kaffibolla í leiðinni.

BÓKA TÍMA

AFBÓKA

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 5109100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki. Veltir er þjónustu- og söluaðili fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæði Veltis sér um þjónustu við fyrrgreinda bíla og tæki. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara ásamt því að bjóða upp á hjólastillingar fyrir stóra atvinnubíla.

 

 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré