Fara í efni  

Volvo FH

Nýr Volvo FH er öflugur, sparneytinn, vistmildur og einstaklega hagkvæmur í rekstri. Hann er hið fullkomna val þegar kemur að þungaflutningum vegna mikillar getu og akstursþæginda - enda er Volvo FH kallaður eilífðarvélin frá Volvo. Framúrskarandi þjónusta Veltis tryggir rekstraröryggi Volvo vörubíla.  Fáðu sérfræðiráðgjöf við val á Volvo vörubíl hjá söluráðgjöfum Veltis.
 
Nýtt útlit og ný innrétting ásamt fjölda annarra nýjunga eru í nýjum Volvo FH.

  • Volvo FH 540 6X4 dráttarbíll
  • Globetrotter hús
  • I-Shift skipting
  • Lyftanlegur driföxull
  • VDS léttistýri

Sendu fyrirspurn

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.

Volvo FH - Fullkomið val fyrir þungaflutninga

Volvo FH er hið fullkomna val þegar kemur að þungaflutningum vegna mikillar getu og akstursþæginda - enda er hann kallaður eilífðarvélin frá Volvo. Hann hefur fyrir löngu sannað sig sem slíkur, en nú hefur verið bætt um betur því hinn nýi Volvo FH er búinn enn meira afli en áður, eða nýrri 13 lítra vél, sem hefur meiri slaglengd, stærri strokka og meira tog en fyrirrennarinn. Nýja vélin, D13A er léttari, krefst færri gírskiptinga, heldur hærri meðalhraða og eyðir minna eldsneyti.

Nýr og enn fullkomnari gírkassi I-Shift / I-Shift er til í þremur útgáfum, þar sem hver og ein tekur mið af burðargetu bílsins, umferðarþunga og aðstæðum hverju sinni. Útkoman er hagkvæmari orkunýting, þægilegri akstur og minni mengun, í samræmi við kröfur Evrópuríkja, sem eru þær ströngustu í heimi.


Volvo FH - Öryggi og aukin arðsemi

Hinn nýji Volvo FH er hannaður með ökumanninn í huga og áhersla lögð á aukna arðsemi flutningafyrirtækja með rekstri hins nýja Volvo FH.
Hann státar af mikilvægum nýjungum á öllum sviðum: sparneytni, vinnuvistfræði, aksturseiginleikum, virkum og óvirkum öryggisþáttum auk tímasparandi eiginleikum.

Volvo FH er fáanlegur með 13 lítra vélum (D13K) sem skila 420, 460, 500 or 540 hö. og 16 lítra vélum (D16K) sem skila 550, 650 or 750 hö.

  • I-See tæknin getur sparað eldsneyti allt að 5%. I-See notar rafrænt vistaðar upplýsingar um legu vega til þess að hámarka gírskiptingar, hraða og notkun viðbótar bremsubúnaðar.
  • Aksturseiginleikar eru frábærir, þökk sé bættrar driflínu auk þess sem hægt er að fá sjálfstæða fjöðrun að framan.
  • Staða ökumanns við akstur er betri og bíður upp á meiri möguleika. Sem dæmi hefur stýrið þann eiginleika að hægt er að velta/tilta því betur að sér.
  • Ökumaðurinn hefur betra útsýni yfir veginn úr ökumannshúsinu, ekki síst vegna aukins flatarmáls glugga í húsinu og nýrra endurhannaðra hliðarspegla.
  • Uppréttari framstoðir í ökumannshúsi auka innra rými um 1 m3. Þetta gerir það að verkum að geymslupláss eykst um 300 lítra og þægindin í húsinu aukast til muna.
  • Volvo Truck bíður upp á hámarks notkunnar tíma með hinum nýja Volvo FH. Þetta loforð byggir á nýrri tækin þar sem hægt er að fylgjast með sliti íhluta og ástandi ökutækisins í heild.

Sendu fyrirspurn

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall