Fara í efni  

Volvo rútuverkstæði



Volvo rútuverkstæði

Við sérhæfum okkur í þjónustu og viðhaldi á Volvo rútum. Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu sem tryggir að rútan þín sé ávallt í toppstandi. Við getum komið til þín eða þú á verkstæði okkar. Við erum með öflugan flota þjónustubíla sem fara reglulega um landið eða skjótast til þín.

Þjónusta okkar felur í sér:

    • Alhliða viðgerðir og viðhald: Sérfræðingar okkar sjá um allar tegundir viðgerða og reglubundið viðhald til að tryggja öryggi og áreiðanleika rútunnar.

    • Olíuþjónusta og smur: Reglulegt smur og olíuskipti til að viðhalda hámarksafköstum og endingu vélarinnar.
    • Bremsur og bremsuþjónusta: Viðhald og viðgerðir á bremsum og bremsukerfum fyrir rútur til að tryggja áreiðanleika.
    • Rafkerfisþjónusta: Við greinum og leysum rafmagnsvandamál til að tryggja að allar rafkerfisíhlutir virki sem skyldi.

    • Kælikerfisviðgerðir: Viðhald og viðgerðir á loftkælingarkerfum til að tryggja þægindi farþega í öllum veðrum.

    • Ökuritaviðgerðir og prófanir: Við bjóðum upp á ísetningu, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum, ásamt stillingum á hraðatakmörkunum.

    • Dekk og dekkjaþjónusta: Við bjóðum dekk og dekkjaþjónustu fyrir rútur.
    • Hjólastilling: Nákvæmar hjólastillingar til að bæta aksturseiginleika og draga úr slit á dekkjum.

    • LED vinnuljós: Uppsetning og viðhald á LED vinnuljósum fyrir betri lýsingu og öryggi.

Við notum eingöngu upprunalega varahluti frá framleiðanda til að tryggja gæði, endingu og ábyrgð. Sérfræðingar okkar eru reiðubúnir að veita ráðgjöf og finna réttu lausnina fyrir þig.

Hringdu, komdu eða bókaðu tíma á netinu hjá Velti verkstæðum

Sveigjanleiki. Þú getur hringt í 5109100, rennt við hjá okkur eða pantað tíma á netinu á verkstæðum Veltis. Þú færð staðfestingu í SMS-i og við minnum þig á tímann.

Bókaðu tíma núna! Viltu senda fyrirspurn smelltu þá hér. Við svörum um hæl.

BÓKA TÍMA

AFBÓKA

Við erum staðsett á Hádegismóum 8 í Árbæ með framúrskarandi aðstöðu og aðgengi fyrir allar stærðir atvinnubíla og vagna. Öll verkstæði okkar eru aðilar að Bílgreinasambandinu (BGS), sem tryggir há gæðaviðmið í allri okkar þjónustu.

BGS

Komdu með Volvo rútuna þína til okkar og við sjáum til þess að rútan fái þá umönnun sem hún á skilið.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 5109100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki. Veltir er þjónustu- og söluaðili fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæði Veltis sér um þjónustu við fyrrgreinda bíla og tæki. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara ásamt því að bjóða upp á hjólastillingar fyrir stóra atvinnubíla.

 

 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall