Fara í efni  

Steelwrist rótortilt

Steelwrist rótortilt á Íslandi fást hjá Velti. Steelwrist er það fyrirtæki í heiminum í dag sem hefur vaxið hvað hraðast þegar kemur að rótortiltum og vökva hraðtengjum fyrir þann búnað. Steelwrist AB er sænskt fyrirtæki sem er með starfsemi sína og framleiðslu í Rosersberg fyrir norðan Stokkhólm.

SENDU FYRIRSPURN

Steelwrist AB

Steelwrist AB hanna, framleiða og selja rótortilt, vökva hraðtengi og aukahluti fyrir gröfur af ýmsum stærðum og gerðum. Markmið Steelwrist AB er að verða bestir á markaðinum þegar kemur að slíkum búnaði.

Steelwrist rótótilt á Volvo

Steelwrist er í nánu samstarfi með Volvo CE vinnuvélum og í dag geta söluráðgjafar Veltis valið passandi rótortilt frá Steelwrist eða annan búnað frá Steelwrist á þær gröfur sem pantaðar eru í gegnum pöntunarkerfi Volvo CE. Nýja Volvo vélin kemur þá til landsins með búnaðinn ásettan og tilbúin í vinnu. Viðskiptavinir okkar hafa góða reynslu af búnaði frá Steelwrist og má segja að nánast allar nýjar Volvo hjólagröfur sem hingað til landsins hafa komið undanfarin ár séu með rótortilti frá Steelwrist.

Myndband af Steelwrist X26 á Volvo EC250E beltagröfu.


Veltir hefur verið þjónustu- og söluaðili fyrir Steelwrist í mörg ár og búa starfsmenn Veltis yfir einstakri reynslu og þekkingu á Steelwrist rótortiltum. Veltir hefur nú opnað nýja þjónustumiðstöð að Hádegismóum 8 og veitir öllum eigendum búnaðar frá Steelwrist framúrskarandi varahluta- og viðgerðarþjónustu.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu hjá Steelwrist AB. 

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall