Flýtilyklar
Joab ábyggingar
JOAB ábyggingar á Íslandi fást hjá Velti ásamt sérfræðiráðgjöf við val á búnaði. Einnig býður Veltir viðgerðar- og varahlutaþjónustu fyrir allan búnað frá JOAB.
JOAB var stofnað af Jan Olsson árið 1963 í kringum viðgerðir á ökutækjum. Fyrsta „JOAB lyftan“ kom á markað 1967 og hefur frá þeim tíma hefur verði bætt í framleiðslulínu JOAB en árið 1987 leit gámakrókurinn „Hooklift type J18“ fyrst dagsins ljós.
Í dag gengur viðskiptamodel JOAB út á hönnun og framleiðslu á glussa drifnum búnaði ásamt ábyggingum á vörubifreiðar. JOAB býr til skilvirkan, hágæða búnað sem hentar markaðinum mjög vel þar sem þjónusta er í forgrunni fyrir viðskiptavini sem sinna verkefnum er snúa að flutningum og sorphirðu.
Framleiðslan hjá JOAB er gæðavottuð og er verksmiðja JOAB staðsett rétt hjá Verksmiðju Volvo Trucks í TUVE Gautaborg.
Helsta framleiðsla JOAB er Hooklift gámakrókur sem hægt er að fá í nokkrum stærðum og útgáfum. Viðskiptavinir okkar þekkja vel gámakrókana frá JOAB en þeir hafa reynst mjög vel í gegnum árin. Nokkrar tegundir og lausnir eru fáanlegar hjá JOAB er snúa að sorphirðu-/endurvinnslutönkum, en sá búnaður ber heitið Anaconda. Síðan er það Cameleont rapid swap system sem gengur út á fjölnýtingu á sama ökutækinu þ.e. hægt að skipta út búnaði/ábyggingu hratt og örugglega.
Hafðu samband
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.
Smelltu hér til að skoða heimasíðu hjá JOAB.