Flýtilyklar
Volvo Penta bátavélaverkstæði
Volvo Penta verkstæði fyrir bátavélar
Við sérhæfum okkur í viðgerðum og viðhaldi á Volvo Penta bátavélum. Markmið okkar er að tryggja að bátavélin þín sé í toppstandi með framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum.
Við þú getur komið á verkstæðið okkar eða við getum komið til þín. Við erum með öflugan flota þjónustubíla sem fara reglulega um landið eða skjótast til þín.
Þjónusta okkar felur í sér:
-
Véla- og vökvakerfisviðgerðir: Viðgerðir og viðhald á vélum og vökvakerfum til að tryggja hámarksafköst og endingu.
-
Rafkerfisviðgerðir: Greining og viðgerðir á rafkerfum til að tryggja áreiðanleika og öryggi.
-
Kælikerfisþjónusta: Viðhald og viðgerðir á kælikerfum til að tryggja rétta hitastýringu og virkni.
-
Smur- og síuþjónusta: Reglulegt smur og skipti á síum til að viðhalda réttri virkni og lengja líftíma vélarinnar.
Við notum eingöngu upprunalega varahluti frá Volvo Penta til að tryggja gæði og endingu. Sérfræðingar okkar eru reiðubúnir að veita ráðgjöf og finna bestu lausnirnar fyrir þínar þarfir.
Hringdu, komdu eða bókaðu tíma á netinu hjá Velti verkstæðum
Sveigjanleiki. Þú getur hringt í 5109100, rennt við hjá okkur eða pantað tíma á netinu á verkstæðum Veltis. Þú færð staðfestingu í SMS-i og við minnum þig á tímann.
Bókaðu tíma núna! Viltu senda fyrirspurn smelltu þá hér. Við svörum um hæl.
Við erum staðsett á Hádegismóum 8 í Árbæ með framúrskarandi aðstöðu og aðgengi fyrir allar stærðir vinnuvéla. Öll verkstæði okkar eru aðilar að Bílgreinasambandinu (BGS), sem tryggir há gæðaviðmið í allri okkar þjónustu.
Við sjáum til þess að Volvo Penta bátavélin þín fái þá umönnun sem hún á skilið.