Flýtilyklar
Steypustöðin staðfestir kaup á rafknúnum Dieci skotbómulyfturum frá Velti
Veltir, atvinnutækjasvið Brimborgar, kynnir fyrsta rafknúna skotbómulyftarann frá Dieci og Steypustöðin staðfestir kaup á fyrstu tveimur lyfturunum til afhendingar í haust. Dieci Mini Agri-e er fyrsti rafknúni, sveigjanlegi, skotbómulyftarinn sem uppfyllir allar kröfur rekstraraðila.
Steypustöðin hefur í meira en ár notað í starfsemi sinni rafmagns dráttarbíl frá Volvo Trucks sem notaður er til efnisflutninga, rafmagns steypubíla og tvinn (hybrid) steypudælu og hefur því stigið mikilvæg skref í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við mannvirkjagerð á Íslandi. Nú stígur Steypustöðin enn eitt skrefið og bætir við tveimur rafmagns skotbómulyfturum til vörumeðhöndlunar á athafnasvæðum félagsins.
Þessi orkuskiptaskref Steypustöðvarinnar eru einstaklega mikilvæg í ljósi nýlegra breytinga á byggingarreglugerð sem felur í sér innleiðingu nýrra ákvæða um lífsferilsgreiningu mannvirkja. Með lífsferilsgreiningu mannvirkja er hægt að leggja mat á og takmarka umhverfisáhrif þeirra frá upphafi til enda en Steypustöðin er mikilvægur hlekkur í virðiskeðju mannvirkjagerðar á Íslandi.
Á myndinni eru: Lorenzo Parma sölustjóri hjá Dieci á Ítalíu, Gunnar Valur Friðriksson verkefnastjóri hjá Steypustöðinni, Jón Kristinn Sigurðsson eigna- og viðhaldsstjóri hjá Steypustöðinni, Ciro Coreggi eigandi Dieci og Jóhann Rúnar Ívarsson sölustjóri Dieci á Íslandi.
Fulltrúar Steypustöðvarinnar, þeir Gunnar Valur Friðriksson, verkefnastjóri, og Jón Kristinn Sigurðsson, eigna- og viðhaldsstjóri, ásamt Jóhann Rúnari Ívarssyni, sölustjóri Dieci hjá Velti, fóru í heimsókn í höfuðstöðvar Dieci á Ítalíu til að skoða fyrsta rafmagns skotbómulyftarann og um leið var undirritaður samningur um kaup á fyrstu tveimur lyfturunum.
Steypustöðin er leiðandi fyrirtæki í orkuskiptum í mannvirkjageiranum á Íslandi og Veltir og Brimborg eru leiðandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu við rafknúin ökutæki og rafknúnar vinnuvélar.
Vel búinn, öflugur, lipur og hljóðlátur
Steypustöðin valdi Dieci Mini Agri-e rafmagns skotbómulyftara því hann er mjög öflugur og sveigjanlegur sem lagar sig vel að flestum verkefnum á hljóðlátan hátt. Rafmagns stýripinni er stiglaus og flæðistýrður (3 hreyfingar samtímis) og hámarkshraði er 24 km / klst og togkraftur er ~4000kg.
Dieci Mini Agri-e rafmagnsskotbómulyftarinn er mjög vel útbúinn með einu flæðistýrðu joystik fyrir glussastýringu og keyrslu ásamt því að vera vel upplýstur með LED vinnuljósum allan hringinn. Einnig má nefna útvarp með handfrjálsu kerfi (Blue tooth), aukalögnum á bómu, skófla, 360° gafflalsnúningur, sópur, bakkmyndavél, glussahraðtengi, loftfjaðrandi sæti ofl. Mini Agri-e er tilvalinn skotbómulyftari fyrir þröng rými þar sem hann er nákvæmur í hreyfingum og mjög meðfærilegur og býður einnig upp á mikið afl. Mini Agri-e er einn sá fyrirferðarminnsti og liprasti í DIECI Agri-línunni, en gefur ekkert eftir hvað varðar kröfur um þægindi og fjölhæfni. Stærð hans gerir hann sérlega hæfan til að vinna í mjög þröngu rými, án þess að fórna ökumannsrými, útsýni eða þægindum ökumanns.
Kynntu þér Dieci skotbómulyftara
Framúrskarandi raforkuending og hlaðinn eins og rafbíll
Dieci hefur hannað nýja Agri-e rafknúna skotbómulyftarann á einstaklega snjallan hátt til að koma til móts við þarfir mismunandi rekstraraðila um raforkuendingu á vinnudeginum. Aflrásin er 96 volt og skilar miklum afköstum og fær raforkuna frá liþíum (LiFePo4) rafhlöðu. Notendur geta valið um annars vegar einn rafhlöðupakka með afköst upp á 22kW/228Ah eða hins vegar tvo rafhlöðupakka með heildarafköst upp á 44kW/456Ah. Einstök hönnun Dieci sem framleiðandinn hefur sótt um einkaleyfi á gerir það mögulegt að velja einn rafhlöðupakka í upphafi og sjá hvort það henti í þau verkefni sem lyftarinn er notaður í. Ef útvíkka á verkefni lyftarans og nýta hann enn meira yfir daginn er hægt að panta og bæta við rafhlöðupakka tvö sem tekur stutta stund að setja í lyftarann.
Auðvelt er að auka notkunartíma lyftarans með hleðslu yfir daginn. Hleðslumöguleikar eru margvíslegir og eru rafhlöðupakkarnir með innbyggð 3,2 kW + 3,2 kW hleðslustýringar og eru samskonar og fyrir venjulegan rafbíl, rafsendibíl eða rafvörubíl og geta því nýtt 220V eða 380-400V hleðslutæki sem nýtast til að hlaða í hvíldartíma eða eftir að vinnudegi lýkur. Einnig er hægt er að fá með lyftaranum hraðhleðslustöð sem skilar 28 kW.
Lægri rekstrarkostnaður, engin loftmengun eða losun
Dieci rafmagnsskotbómulyftarar skapa betra vinnuumhverfi með minni titring og minni hávaða og með því að nýta íslenska, græna, raforku veldur lyftarinn engri loftmengun og losar engar gróðurhúsalofttegundir. Með samspili einstakrar orkunýtni rafmótorsins og lágs raforkuverðs á Íslandi lækkar rekstrarkostnaðurinn gríðarlega auk þess sem það sparar tíma að hlaða á staðnum.
Sjálfbærniáherslur í atvinnulífinu
Stjórnvöld hafa sett skýr markmið um orkuskipti og hafa nýlega kynnt nýja aðgerðaráætlun í loftslagsmálum þar sem víðtækt samráð var haft við atvinnulífið um aðgerðir gegn losun. Veltir, Brimborg og Steypustöðin eru leiðandi í orkuskiptum og leggja þannig sitt af mörkum til að ná markmiðum stjórnvalda.
Steypustöðin leggur áherslu á að starfa í sátt við umhverfi og samfélag. Starfsemin er rekin í samræmi við skýr og mælanleg markmið í sjálfbærnimálum. Tilgangur sjálfbærnistefnu Steypustöðvarinnar er að skilgreina markmið og megináherslur í sjálfbærnimálum þar sem fyrirtækið gefur loforð um að það ætli á ábyrgan hátt að haga starfseminni þannig að hún lágmarki neikvæð umhverfisáhrif eins mikið og kostur er. Rík áhersla er því lögð á að draga úr þeim áhrifum sem framleiðsla á steypu og flutningur hennar veldur til þess að vernda umhverfið fyrir komandi kynslóðir.
Umhverfisstefna Veltis, atvinnutækjasviðs Brimborgar, ber heitið Visthæf skref og var innleidd árið 2007, byggir á sjálfbærnistefnu félagsins og undirstefnum hennar sem eru að finna á vef félagsins og er í samræmi við kjörorð félagsins, Öruggur staður til að vera á, sem kynnt var til sögunnar árið 2003. Félagið hefur skrifað undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar, fylgir lögum og reglum um áhrif reksturs félagsins á umhverfi sitt, leggur áherslu á að; fara sparlega með orku, heitt og kalt vatn, draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, flokka sorp og endurvinna, stafrænar lausnir sem minnka pappírsnotkun og prentun og innflutning á visthæfustu gerðum ökutækja og annarra tækja hverju sinni frá þeim framleiðendum sem félagið er umboðsaðili fyrir.
Hafðu samband
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.