Fara í efni  

Volvo FH Electric hlýtur verðlaunin „Vörubíll ársins 2024”

Volvo FH Electric hlýtur verðlaunin „Vörubíll ársins 2024”
Volvo FH Electric hlýtur verðlaunin „Vörubíll ársins 2024”

Volvo Trucks hefur hlotið hin virtu verðlaun flutningaiðnaðarins fyrir Volvo FH Electric. Þetta er í fyrsta sinn sem rafknúinn vörubíll vinnur verðlaunin.

Rafknúni þungaflutningabíllinn Volvo FH Electric, hefur verið valinn International Truck of the Year 2024 eða vörubíll ársins 2024. Þegar dómnefndin útskýrði ákvörðun sína hrósaði dómnefnd frammistöðu rafmagnsvörubílsins, óaðfinnanlega hröðun, hljóðleysi og titringslausan akstur.

„Með tilkomu FH Electric hefur Volvo Trucks sett á markað hátækni vörulínu rafmagnsvörubíla sem henta fyrir margs konar flutningastarfsemi. Það er sönnun þess að orkuskiptin eru að styrkjast jafnvel í krefjandi viðskiptaumhverfi nútímans,“ sagði Gianenrico Griffini, stjórnarformaður verðlaunanna International Truck of the Year.

Roger Alm, forseti Volvo Trucks, tók við hinum virtu verðlaunum í gærkvöldi við verðlaunaafhendinguna á Solutrans Transport sýningunni í Lyon í Frakklandi.

„Ég er mjög stoltur af því að Volvo FH Electric hefur unnið þessi virðulegu verðlaun. Í fyrsta skipti í sögunni hefur flutningaiðnaðurinn valið rafknúinn vörubíl sem vörubíl ársins. Volvo FH Electric táknar nýtt tímabil í vöruflutningum og að vinna þessi verðlaun sýnir glögglega að breytingin yfir í losunarlausa flutninga er að gerast hér og nú,“ sagði Roger Alm.

„Ég vil innilega þakka öllum sem hafa stuðlað að þessum árangri. Það byggir á mikilli teymisvinnu meðal samstarfsmanna okkar innan Volvo Group og nánu samstarfi við viðskiptavini okkar, samstarfsaðila og birgja.“

Sigur í fjórða sinn

Þetta er í fjórða sinn sem hin þekkta FH-gerð Volvo er valin vörubíll ársins. Volvo FH er ein farsælasta gerð greinarinnar frá upphafi með nærri 1,4 milljón vörubíla sem seldir eru um allan heim.

Volvo FH Electric er fáanlegur í allt að 50 tonna heildarþyngd. Framleiðsla á Volvo FH Electric hófst árið 2022 í verksmiðju Volvo í Gautaborg í Svíþjóð og framleiðsla í verksmiðjunni í Gent í Belgíu hófst árið 2023.

Fullkomin rafmagns vörubílalína

Volvo Trucks var fyrsti alþjóðlegi framleiðandinn til að hefja fjölda framleiðslu á rafknúnum vörubílum þegar árið 2019 og er í dag með breitt úrval rafmagnsvörubíla með alls sex rafknúnum vörubílum sem eru hannaðir til að takast á við margvísleg flutningsverkefni. Volvo Trucks er leiðandi á markaði fyrir þunga vörubíla í Evrópu með 49% markaðshlutdeild.

Alþjóðlegur vörubíll ársins

Samtökin International Truck of the Year voru hleypt af stokkunum árið 1977 og samanstanda af 24 atvinnubílablaðamönnum frá helstu vöruflutningatímaritum um alla Evrópu. Árleg verðlaun eru veitt þeim vörubíl sem kynntur var á markaðnum á síðustu 12 mánuðum sem hefur lagt mesta af mörkum til skilvirkni vegaflutninga. Nokkur lykilviðmið eru metin, þar á meðal tækninýjungar, þægindi, öryggi, aksturseiginleikar, orkunýtni, umhverfislegt „fótspor“ og heildarkostnaður við eignarhald og rekstur (TCO).

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall