Fara í efni  

100% rafknúnir Volvo vöru- og flutningabílar 18-44 tonn komnir í sölu

Volvo Trucks hefur nú formlega opnað pöntunarkerfið fyrir rafknúna vöru- og flutningabíla frá 18-44 …
Volvo Trucks hefur nú formlega opnað pöntunarkerfið fyrir rafknúna vöru- og flutningabíla frá 18-44 tonnum.

Volvo Trucks hefur nú formlega opnað pöntunarkerfið fyrir rafknúna vöru- og flutningabíla sína, Volvo FH, Volvo FM og Volvo FMX, frá 18-44 tonnum. Fjöldaframleiðsla mun hefjast í haust og aukast smám saman. Rafmagnsbílarnir verða framleiddir í koltvísýringshlutlausu Tuve verksmiðjunni í Gautaborg til að byrja með.

„Þetta er einstakur áfangi fyrir Volvo Trucks. Mikill áhugi er hjá viðskiptavinum að leggja inn pantanir fyrir þessa frábæru vöru- og flutningabíla. Hingað til höfum við aðallega boðið viðskiptavinum og samstarfsaðilum að skrifa undir viljayfirlýsingar um kaup, en nú byrjum við að taka við staðfestum pöntunum, sem er stórt skref fram á við fyrir rafvæðingu vöru- og flutningabíla,“ segir Roger Alm, framkvæmdastjóri Volvo Trucks.

Árið 2021 tók Volvo Trucks við pöntunum, þar á meðal viljayfirlýsingum um kaup, fyrir meira en 1.100 rafknúna vöru- og flutningabíla í yfir 20 löndum.

Rafknúnar útgáfur millistærðar vöru- og flutningabíla allt að 18 tonnum af gerðunum Volvo FE, Volvo FL og Volvo VNR eru þegar í fjöldaframleiðslu. Stærstu markaðir fyrir rafknúna vöru- og flutningabíla Volvo í Evrópu eins og er eru Noregur, Svíþjóð og Þýskaland. Volvo Trucks er markaðsleiðandi í Evrópu fyrir þunga rafknúna vöru- og flutningabíla með 42% markaðshlutdeild árið 2021 og hefur einnig leiðandi stöðu í Norður-Ameríku.

„Það er greinilega að verða samkeppnisforskot að geta boðið upp á hljóð- og mengunarlausar flutningalausnir,“ segir Roger Alm.

Með alls sex rafbílagerðir í framleiðslu frá og með þessu ári, er Volvo Trucks með fullkomnustu rafmagnslínuna í vöru- og flutningabílum á heimsvísu, sem nær yfir allt frá vörudreifingu í borgum og bæjum og sorphirðu, til verktakabíla og svæðisbundinna flutninga. Markmið fyrirtækisins er að helmingur heildarsölu vöru- og flutningabíla verði rafknúinn árið 2030.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall