Fara í efni  

Brimborg stígur sín fyrstu skref í rafhleðslubransanum

Brimborg stígur sín fyrstu skref í rafhleðslubransanum
Brimborg stígur sín fyrstu skref í rafhleðslubransanum

Brimborg stígur sín fyrstu skref í rafhleðslubransanum og það var Volvo ECR25 electric 100% rafmagnsvinnuvél frá ÍAV sem tók fyrstu skóflustunguna fyrir 200 kW, 1000 volta (DC), hraðhleðslustöðina hjá Brimborg.

Stöðin er með tveimur CCS2 200 A hraðhleðslutengjum. Uppsetning verður framkvæmd sérstaklega með aðstæður hreyfihamlaðra í huga með sérstaklega breiðum stæðum, svæðið í kring verður upphitað til að auðvelda aðgengi auk þess sem lýsing verður góð.

Stöðin er keypt í gegnum samning við Volvo Cars bílaframleiðandann en stefnt er að því að allir rafbílaeigendur geti hlaðið í stöðinni í gegnum einfalda app lausn.

Rafknúin Volvo ECR25 Electric beltagrafa

Volvo ECR25 Electric beltagrafan er sú fyrsta í nýrri kynslóð Volvo vinnuvéla, 100% rafknúin. Vélin sem notuð var við að moka fyrir undirstöðum er í eigu ÍAV og er fyrsta rafmagnsvélin sinnar tegundar á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél.

Afl mótors (kw): 20
Þyngd: 2.800 kg
Orkugjafi: Rafmagn

Skoðaðu Volvo ECR25 Electric í nýjum Vefsýningarsal Veltis. Nýi Vefsýningarsalurinn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og þar er hægt að skoða ný atvinnutæki, hvort sem þau eru á lager eða í pöntun og áætlaðan komutíma til landsins, sjá verð og helsta búnað og senda inn fyrirspurn eða óska eftir tilboði.

SMELLTU TIL AÐ SKOÐA VOLVO ECR25 ELECTRIC

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall