Flýtilyklar
Brimborg stígur sín fyrstu skref í rafhleðslubransanum
Brimborg stígur sín fyrstu skref í rafhleðslubransanum og það var Volvo ECR25 electric 100% rafmagnsvinnuvél frá ÍAV sem tók fyrstu skóflustunguna fyrir 200 kW, 1000 volta (DC), hraðhleðslustöðina hjá Brimborg.
Stöðin er með tveimur CCS2 200 A hraðhleðslutengjum. Uppsetning verður framkvæmd sérstaklega með aðstæður hreyfihamlaðra í huga með sérstaklega breiðum stæðum, svæðið í kring verður upphitað til að auðvelda aðgengi auk þess sem lýsing verður góð.
Stöðin er keypt í gegnum samning við Volvo Cars bílaframleiðandann en stefnt er að því að allir rafbílaeigendur geti hlaðið í stöðinni í gegnum einfalda app lausn.
Rafknúin Volvo ECR25 Electric beltagrafa
Volvo ECR25 Electric beltagrafan er sú fyrsta í nýrri kynslóð Volvo vinnuvéla, 100% rafknúin. Vélin sem notuð var við að moka fyrir undirstöðum er í eigu ÍAV og er fyrsta rafmagnsvélin sinnar tegundar á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél.
Afl mótors (kw): 20
Þyngd: 2.800 kg
Orkugjafi: Rafmagn
Skoðaðu Volvo ECR25 Electric í nýjum Vefsýningarsal Veltis. Nýi Vefsýningarsalurinn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og þar er hægt að skoða ný atvinnutæki, hvort sem þau eru á lager eða í pöntun og áætlaðan komutíma til landsins, sjá verð og helsta búnað og senda inn fyrirspurn eða óska eftir tilboði.
SMELLTU TIL AÐ SKOÐA VOLVO ECR25 ELECTRIC