Flýtilyklar
Bylting: Volvo Trucks byrjar fjöldaframleiðslu á rafknúnum þungaflutningabílum
Volvo Trucks, fyrstur alþjóðlegra vörubílaframleiðanda, hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á rafknúnum þungaflutningabílum, allt að 44 tonn* að heildarþyngd.
Volvo Trucks er að hefja fjöldaframleiðslu á rafknúnum útgáfum af mikilvægasta vöruúrvali fyrirtækisins, þungum vöru- og flutningabílum: Volvo FH, Volvo FM og Volvo FMX. Þessir vörubílar geta ekið með heildarþyngd upp á 44 tonn* og gerðirnar þrjár eru um tveir þriðju af sölu fyrirtækisins.
Með þessum nýju viðbótum er Volvo Trucks með sex raftrukka í fjöldaframleiðslu á heimsvísu, þar af fimm fyrir Evrópumarkað – breiðasta rafknúna trukkalínan í greininni.
„Þetta er risastór áfangi og sannar að við erum að leiða umbreytingu iðnaðarins. Það eru innan við tvö ár síðan við sýndum þunga rafmagnstrukka okkar í fyrsta skipti. Núna erum við að auka magn og munum afhenda þessa frábæru vörubíla til viðskiptavina um alla Evrópu,“ og síðar einnig til viðskiptavina í Asíu, Ástralíu og Suður-Ameríku,“ segir Roger Alm, forseti Volvo Trucks.
Fjöldaframleiðsla á þungum rafknúnum vöru- og flutningabílum Volvo mun hefjast í Tuve verksmiðjunni í Gautaborg í Svíþjóð og á næsta ári mun verksmiðjan í Gent í Belgíu fylgja í kjölfarið. Volvo framleiðir rafmagnstrukkana á sömu framleiðslulínu og hefðbundnir vöru- og flutningabílar, sem gefur mikinn sveigjanleika í framleiðslu og hagkvæmni. Rafhlöðurnar eru útvegaðar af nýrri rafhlöðusamsetningarverksmiðju Volvo Trucks í Gent.
Eftirspurn eftir rafknúnum vöru- og flutningabílum eykst hratt á mörgum mörkuðum, þar sem einn drifkrafturinn er þörf flutningakaupenda til að skipta yfir í jarðefnalausa flutninga til að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum. Rafmagnstrukkalína Volvo Trucks getur dekkað um 45% af öllum vörum sem fluttar eru í Evrópu í dag.**
„Við höfum nú þegar selt um 1.000 þunga rafknúna vöru- og flutningabíla og meira en 2.600 raftrukka alls. Við gerum ráð fyrir að magnið aukist verulega á næstu árum. Árið 2030 ættu að minnsta kosti 50 prósent af vöru- og flutningabílum sem við seljum á heimsvísu að vera rafknúnir,“ segir Roger Alm.
Rafmagnstrukkalína Volvo Trucks með sex gerðum nær yfir margs konar notkun, svo sem borgardreifingu og sorphirðu, svæðisflutninga og byggingarvinnu.
*Heildarþyngd (Gross Combination Weight-GCW)
**Samkvæmt hagskýrslum Eurostat „Road Freight Transport by distance“ (2018), fara 45% allra vöruflutninga á vegum í Evrópu styttri vegalengd en 300 km.
Hafðu samband
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu þjónustumiðstöðina okkar.