Flýtilyklar
DPI drifbúnaður Volvo Penta hlýtur virt verðlaun!
Volvo Penta hlaut virt nýsköpunarverðlaun fyrir DPI driflínu sína á alþjóðlegu bátssýningunni í Dusseldorf. Verðlaunin eru í flokknum European Powerboat of the Year 2020. DPI drifið var kynnt á árinu 2019 sem hluti af næstu kynslóð D4 / D6 vélapakka fyrirtækisins og eykur enn frekar framúrskarandi bátaupplifun Volvo Penta vörumerkisins.
Það er mikill heiður að hljóta þessi verðlaun og sannar enn og aftur hversu framúrskarandi Volvo Penta vélbúnaður er. DPI vélbúnaðurinn byggir á hinn þrautreyndu D4 og D6 línu frá Penta sem er þekkt fyrir sparneytni, afl og áreiðanleika. Við hönnun hins nýja búnaðar var horft til þess að ná sem bestri nýtingu út úr bæði vél og drifi og mæta kröfuhörðum notendum með miklum staðalbúnaði svo sem lowspeed búnaði og skynjara fyrir gæði olíu og skynjara fyrir vatn í hjöruliðsbelg.
Þess má geta að við stefnum á að sjósetja fyrsta bátinn með DPI búnaði hér á landi í febrúar.