Fara í efni  

Fimm nýir Volvo FH16 dráttarbílar afhentir hjá Velti

Glæsilegir Volvo FH16 fyrir utan Velti
Glæsilegir Volvo FH16 fyrir utan Velti

Fimm nýir Volvo FH16 dráttarbílar voru afhentir með viðhöfn hjá Velti á Hádegismóum á föstudaginn. Það voru eigendur og starfsmenn fyrirtækjanna Ragnars og Ásgeirs í Grundarfirði og Jón og Margeirs í Grindavík sem komu og tóku formlega við þessum glæsilegu bílum af nýrri kynslóð Volvo FH16.

„Það var mikill heiður og virkilega gaman að tvö svona öflug fyrirtæki hafi fengið nýjustu kynslóð Volvo FH16 afhenta sama dag. Við óskum þeim innilega til hamingju með nýju bílana. Þessi afhending markar upphaf mikillar bylgju afhendinga hjá Velti næstu mánuði og því gríðarlega spennandi tímar framundan hjá Velti. Byrjun ársins 2021 er sú sterkasta í sögu Volvo atvinnutækja hjá Brimborg | Velti og það stefnir í metár bæði í vörubílum og vinnuvélum hjá Velti. Það er ekki sjálfgefið að hægt sé að afhenda svona marga bíla á sama degi, en í þessu verkefni unnu söludeild og þjónustdeild/verkstæði frábærlega saman og ómetanlegt að hafa þetta allt á einu stað þar sem allir vinna sem ein heild“ segir Marteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri Veltis.

Smelltu og kynntu þér Volvo FH16

Eigendur og starfsmenn Ragnars og Ásgeirs í Grundarfirði taka hér við þremur glæsilegum nýjum Volvo FH16. Á myndinni er einnig öflug gul Volvo búkolla með eftirvagni sem stýrt var af mikilli nákvæmni.


Starfsmenn og eigendur Jóns og Margeirs í Grindavík tóku við tveimur gylltum Volvo FH16 dráttarbílum.


  

 


Framúskarandi þægindi og nákvæmni með I-SHIFT í nýjum Volvo FH16 dráttarbíll

Nýr Volvo FH16 er magnaður enda framúrskarandi tækni og gæðaefni höfð að leiðarljósi við hönnun og þróun bílsins. Bíllinn er hannaður með þægindi ökumanns í huga og öll stjórntæki í réttri vinnuhæð. 

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.

Smelltu og kynntu þér Volvo FH16

8 myndavélar og 9“ skjár í mælaborði

Í bílnum er 9“ skjár þar sem þú getur fylgst með umhverfi bílsins, umferðinni og farmi bílsins með ALLT AÐ átta myndavélum og ökumannsforritum.

Smelltu og kynntu þér Volvo FH16

 

 

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall