Flýtilyklar
Fyrsta Volvo ECR 235EL vinnuvélin á Íslandi afhent
Gröfutækni EHF á Flúðum fengu á dögunum afhenta ríkulega búna Volvo ECR 235EL vinnuvél.
Um er að ræða fyrstu vélina á Íslandi af þessari gerð. Það sem er helst að nefna er að þessi vél er í ,,compact flokki" sem þýðir að hönnun hennar gerir vinnu við þröngar aðstæður einfaldari þar sem að ballest er smíðuð upp og fer þess vegna afturendi vélarinnar mest u.þ.b. 10 -15 cm út fyrir undirvagn. Vélin er með tvískipta bómu og tönn á undirvagni. Vélin kemur fullbúin frá verksmiðju og var Steelwrist tiltrotor sett á í verksmiðju ásamt Volvo Dig Assist Gps graftrarkerfi með Trimble viðbót.
Við óskum Gröfutækni innilega til hamingju með nýju Volvo ECR 235EL vinnuvélina.
Á myndunum má sjá Elvar Harðarson frá Gröfutækni og Þórarinn Vilhjálmsson frá Velti.