Fara í efni  

ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina

ÍAV eru leiðtogar í orkuskiptum á Íslandi með kaupum á rafknúinni vinnuvél
ÍAV eru leiðtogar í orkuskiptum á Íslandi með kaupum á rafknúinni vinnuvél

ÍAV er leiðtogi í orkuskiptum í mannvirkjagerð og fengu afhenta glæsilega rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi.  Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél.

Mannvirkjagerð er ein af þeim atvinnugreinum þar sem orkuskipti munu skipta mjög miklu máli eigi Íslendingar að ná loftlagsmarkmiðum sínum. Það er mikilvægt að fá öflug fyrirtæki eins og ÍAV til liðs við okkur í orkuskiptunum, draga úr koltvísýringslosun Íslands og um leið svarað ákalli og loforði stjórnvalda um orkuskiptaátak í atvinnulífinu.

Með innleiðingu rafmagnsvinnuvéla þá tekur ÍAV ekki bara þátt í að draga úr losun heldur sparar félagið umtalsvert í orkukostnaði við rekstur vélarinnar.

Rafknúin Volvo ECR25 Electric beltagrafa

Volvo ECR25 Electric beltagrafan er sú fyrsta í nýrri kynslóð Volvo vinnuvéla, 100% rafknúin. Þú færð sama kraft og sömu afköst og áður.

Afl mótors (kw): 20
Þyngd: 2.800 kg
Orkugjafi: Rafmagn

Skoðaðu Volvo ECR25 Electric í nýjum Vefsýningarsal Veltis. Nýi Vefsýningarsalurinn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og þar er hægt að skoða ný atvinnutæki, hvort sem þau eru á lager eða í pöntun og áætlaðan komutíma til landsins, sjá verð og helsta búnað og senda inn fyrirspurn eða óska eftir tilboði.

Smelltu til að skoða Volvo ECR25 Electric

Þeir Bertrand Pollono, Fitch Darren og Tim Richardsson frá Volvo Construction Equipment voru viðstaddir þegar Heiðar Jón Heiðarsson frá ÍAV tók við nýju vélinni af Ólafi Árnasyni frá Velti.

Loftslagsskuldbindingar Íslands kalla á tafarlausar aðgerðir

Ísland hefur skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr kolefnislosun á hverju ári til ársins 2030, sett enn metnaðarfyllri landsmarkið fyrir sama ár og lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Ísland upplifði bakslag árið 2021 skv. bráðabirgðatölum frá Umhverfisstofnun þegar losun jókst um 1,9%.

„Það segir okkur að það er stórt verkefni framundan og okkur liggur mikið á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í viðtali við RÚV 16. september síðastliðinn.

Náist umrædd markmið ekki þýðir það umtalsverð fjárútlát á næstu árum fyrir ríkissjóð við kaup á losunarheimildum á alþjóðlegum mörkuðum. Aðeins örfá ár eru til stefnu sem kallar á tafarlausar og metnaðarfullar aðgerðir í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs.

Skjót viðbrögð orkuskiptaleiðtoga í atvinnulífinu og jákvæð viðbrögð í samfélaginu

“Skjót viðbrögð við orkuskiptum í greininni komu sannarlega á óvart en um leið var einstaklega ánægjulegt að upplifa það frumkvæði og þá framsýni sem þessir leiðtogar í atvinnulífinu sýna með því að stökkva á orkuskiptavagninn og leggja þannig sitt af mörkum til að ná markmiðum Íslands í að draga úr losun koltvísýrings. Í vinnu við þetta verkefni hefur Brimborg upplýst og tekið samtal við Samorku - Samtök orku- og veitufyrirtækja, Orkustofnun, Íslenska nýorku, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið, Samtök atvinnulífsins, Landsvirkjun, Landsnet, Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneytið um þessi áform og höfum við fengið einstaklega jákvæð viðbrögð.” segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Volvo CE electric for prebooking | Volvo Group

Brimborg stærst á markaði rafknúinna ökutækja og véla

Í samræmi við markmið Umhverfisstefnu Brimborgar, Visthæf skref, sem innleidd var árið 2007 þá hefur Brimborg lagt mikla áherslu á leiðtogahlutverk sitt í orkuskiptum á bílamarkaði með það að markmiði að hraða orkuskiptum.

Brimborg forgangsraðar gagnvart innflutningi á rafknúnum bílum og tækjum, hefur fyrst bíla- og tækjaumboða gefið út heildstætt sjálfbærniuppgjör, hefur þegar sett upp yfir 30 hleðslustöðvar á starfsstöðvum sínum, undirbýr uppsetningu 12 hraðhleðslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, suðurnesjum og Akureyri, markaðssetur orkuskiptalausnir af miklum krafti, veitir starfsmönnum í sölu og þjónustu umfangsmikla þjálfun á þessari nýju tækni og veitir heimilum og fyrirtækjum ráðgjöf við orkuskipti og uppsetningu hleðsluinnviða.

Þetta hefur leitt til forystu Brimborgar í sölu á rafknúnum sendibílum með 40% hlutdeild, rafknúnum fólksbílum og jeppum með 23% hlutdeild, rafknúnum vinnuvélum með 100% hlutdeild og með þessu stóra verkefni mun Brimborg einnig leiða orkuskipti í þungaflutningum.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall