Fara í efni  

Netsala á nýjum vinnuvélum í nýjum Vefsýningarsal Veltis

Netsala á nýjum vinnuvélum í nýjum Vefsýningarsal Veltis
Netsala á nýjum vinnuvélum í nýjum Vefsýningarsal Veltis

Veltir auðveldar leit að upplýsingum um ný atvinnutæki til sölu og verð með nýjum Vefsýningarsal þar sem við bjóðum í netsölu nýjar Volvo vinnuvélar, Humus vélavagna, Reisch vagna og Dieci skotbómulyftara.

Nýi Vefsýningarsalurinn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og þar er hægt að skoða ný atvinnutæki, hvort sem þau eru á lager eða í pöntun og áætlaðan komutíma til landsins, sjá verð og helsta búnað og senda inn fyrirspurn eða óska eftir tilboði.

Í Vefsýningarsal Veltis er leitarvél og þar er t.d. hægt að raða tækjum á vefnum eftir afhendingartíma og allar upplýsingar uppfærast í rauntíma. Þegar þú finnur rétt tækið sendir þú fyrirspurn um tækið beint af vefnum sem berst beint til söluráðgjafa sem svarar um hæl á opnunartíma. Þetta einfaldar kaupferli nýrra tækja auk þess sem mikið hagræði felst í þessu fyrir Velti sem skilar sér til viðskiptavina.

Með hjálp stafrænnar tækni leitar Veltis sífellt leiða til að bæta þjónustu og auðvelda aðgengi að upplýsingum. Nýi Vefsýningarsalurinn er viðbót við aðra stafræna þjónustu hjá Velti en fyrir var hægt að panta verkstæðistíma á netinu, panta varahluti, skoða og senda fyrirspurnir um ný og notuð tæki og kaupa Nokian dekk fyrir vörubíla, sendibíla, rútur og vagna.

Kynntu þér fjölbreytt úrval, frábært verð og framúrskarandi þjónustu. Við eigum rétta atvinnutækið fyrir þig!

Smelltu og skoðaðu Vefsýningarsal Veltis

Einfalt og þægilegt í stafrænum Velti

Starfsmenn Veltis leggja sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu. Þú getur haft samband við okkur með eftirfarandi leiðum fyrir fyrirspurnir um vöru eða þjónustu:

Stafræn verkstæðis- og varahlutaþjónusta Veltis

Verkstæði Veltis eru búin nýjustu tækjum til viðgerða og þarf starfa þaulreyndir starfsmenn með mikla þekkingu sem fá reglulega þjálfun hjá okkar birgjum. Aðgengi fyrir stærri tæki er sérlega gott þar sem myndavélavaktað athafnasvæði er rúmgott og stórar stofnbrautir liggja til og frá húsnæðinu. Verkstæði Veltis eru fyrir margvísleg atvinnutæki.

Þú getur pantað tíma fyrir atvinnutækið þitt á verkstæðum Veltis á netinu. Þú færð svar um hæl og staðfestingu í SMS-i. Þú velur viðeigandi verkstæði, finnur lausan tíma sem hentar þér og bókar, einnig er hægt að afbóka og breyta tímum á netinu.

Smelltu til að bóka tíma á verkstæðum Veltis

Varahlutir í miklu úrvali á lager

Varahlutir sem fást hjá Velti eru frá upprunalegum framleiðendum (original) og lúta ströngustu gæðakröfum. Hjá okkur starfa sérfræðingar sem kappkosta að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til að finna rétta varahlutinn fyrir þig á augabragði. Þú getur keypt varahluti á netinu og greitt með símgreiðslu eða millifærslu og keyrum til þín þér að kostnaðarlausu ef þú ert með starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum eða Akranesi.

Smelltu til að kaupa varahluti hjá Velti

Sérhæfð dekkjaþjónusta, vörubíladekk, sendibíladekk og dekk á rútur og vagna

Sérhæft dekkjaverkstæði með afar fullkomnum tækjabúnaði fyrir vörubíla, rútur og sendibíla er hjá Veltir Xpress svo fagmenn okkar hafa allt við hendina sem flýtir þjónustu og eykur gæði. Þar fást einnig finnsku Nokian gæðadekkin fyrir vörubíla, sendibíla, rútur og vagna, negld eða ónegld, ásamt sóluðum dekkjum með hinu öfluga Nokian E2 mynstri. Fyrir bílstjórann er aðkoma í dekkjaþjónustu ekkert mál, jafnvel með eftirvagn, því aðkoma og athafnasvæði er það besta sem er í boði.

Smelltu og kynntu þér sérhæfða dekkjaþjónustu Veltis

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall