Flýtilyklar
Ný kynslóð Volvo EC230 rafmagnsbeltagröfu frumsýnd á Bauma 2025
Volvo vinnuvélar kynna nýjustu kynslóð af EC230 rafmagnsbeltagröfu, á Bauma véla- og tækjasýningunni í München 7. – 13. apríl 2025, sem markar stórt skref í átt að sjálfbærni í þungavinnu. Uppfærða vélin státar af tvöföldum rekstrartíma miðað við forvera sinn og getur nú unnið allan vinnudaginn á einni hleðslu. Þessi þróun undirstrikar framsækna nálgun Volvo í átt að mengunarlausum og hljóðlátari vinnuvélum.
Skoða vinnuvélar í Vefsýningarsalnum
Sjálfbær og kraftmikil lausn
Nýja Volvo EC230 rafmagnsgrafan sameinar öfluga frammistöðu, aukna orkunýtni og endurbætta notendaupplifun. Með núll útblæstri, minni hávaða og minni titringi stendur vélin jafnfætis dísilútgáfunni hvað varðar kraft og endingu, en með umhverfisvænni nálgun.
"Fyrsta kynslóðin af EC230 rafmagnsgröfunni veitti okkur dýrmæta innsýn sem hefur verið nýtt til að þróa enn öflugri og sjálfbærari lausn," segir Kurt Deleu, yfirmaður vöruumsjónar hjá Volvo vinnuvélum. "Með lengri rekstrartíma, háþróuðum tæknibúnaði og meiri afkastagetu skilar nýja vélin enn meiri ávinningi fyrir bæði viðskiptavini og starfsfólk."
Lengri rekstrartími og hraðhleðsla
Hin nýja EC230 rafmagnsgrafa er knúin af 600V lithíumjónu rafhlöðu með 450 kWh afkastagetu, sem tryggir 7-8 klukkustunda vinnu á einni hleðslu. Hraðhleðsla er einnig stórt framfaraskref – með 250 kW hraðhleðslu getur vélin náð 80% hleðslu á aðeins einni klukkustund.
Nýjungar í stjórnkerfi og öryggi
Endurbætt glussakerfi eykur skilvirkni um 10%, en með eiginleikum eins og Volvo Active Control, On-Board Weighing og Dig Assist í bæði 2D og 3D, býður nýja vélin upp á nákvæmari vinnu og minna álag á stjórnanda.
Auk þess hefur Volvo bætt við nýjum öryggiseiginleikum eins og HD Volvo Smart View, sem býður upp á 360° sýn með fólks- og hindrunargreiningu sem minnka líkur á slysum.
Frumsýning á Bauma 2025
Volvo EC230 rafmagnsbeltagrafan verður, eins og áður sagði, sýnd í fyrsta skipti á Bauma sýningunni í München, dagana 7.-13. apríl 2025. Gestir sýningarinnar fá einstakt tækifæri til að sjá hvernig ný hönnun og tækni frá Volvo er að umbreyta vinnuvélageiranum.
Nýja vélin verður fáanleg í Norður-Ameríku og á völdum evrópskum mörkuðum frá fyrsta ársfjórðungi 2025. Fyrsta kynslóð EC230 rafmagnsgröfunnar verður áfram í boði samhliða, en nýja útgáfan hentar sérstaklega vel fyrir meðalþunga og þunga vinnu, svo sem í byggingariðnaði, niðurrifi og jarðefnavinnslu.
Með þessari nýjustu þróun sýnir Volvo enn og aftur forystu sína í að skapa umhverfisvænar og afkastamiklar vinnuvélar framtíðarinnar.
Veltir á Bauma 2025
Starfsmenn Veltis verða á Bauma véla- og tækjasýningunni í München sem fer fram dagana 7. – 13. apríl 2025. Við verðum á bás 308/C6. Allar nánari upplýsingar síðar.