Fara í efni  

Stuðningur til kaupa á rafmagnsvörubílum

Tryggðu þér Volvo rafmagnsvörubíl og sæktu um tækjakaupastyrk til rafvæðingar þungaflutninga hjá Ork…
Tryggðu þér Volvo rafmagnsvörubíl og sæktu um tækjakaupastyrk til rafvæðingar þungaflutninga hjá Orkustofnun. Fyrstu rafmagnsvörubílarnir á Íslandi eru nú komnir í fulla notkun og fyrstu rauntölur sýna meira en 60% sparnað í orkukostnaði.

Stuðningur við kaup rafmagnsvörubíla á Íslandi kemur á besta tíma nú þegar vörubílaframleiðandinn Volvo Trucks hefur hafið fjöldaframleiðslu þeirra og afhent yfir 5000 rafmagnsvörubíla á heimsvísu. Með innflutningi Veltis, Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar, á fyrstu rafmagnsvörubílunum til Íslands er hlutdeild rafmagnsvörubíla af heildarsölu vörubíla á Íslandi það sem af er ári sú mesta í heimi. Fyrstu rafmagnsvörubílarnir á Íslandi eru nú komnir í fulla notkun og fyrstu rauntölur sýna meira en 60% sparnað í orkukostnaði.

Fyrstu rauntölur á Íslandi sýna meira en 60% sparnað í orkukostnaði

Fyrstu Volvo rafmagnsvörubílarnir frá Velti eru komnir í notkun og farnir að flytja vörur og jarðefni til hagsbóta fyrir rekstraraðila og íslenska þjóð. Á nokkrum vikum á tímabilinu mars til maí hafa verið eknir við raunverulegar aðstæður með farmi ríflega 22.000 km á fyrstu bílunum, áætlaður sparnaður í olíunotkun er um 7.600 lítrar og um 32.000 kW stundir af íslenskri, endurnýjanlegri raforku, hafa verið notaðar í staðinn. Sparnaður í orkukostnaði við ofangreinda notkun er áætlaður meira en 60% sé að mestu hlaðið á starfstöð fyrirtækis og samdráttur í losun CO2 ígilda er yfir 20 tonn.

Umtalsverður stuðningur við kaup á rafmagnsvörubílum

Nú hefur Orkusjóður fyrir hönd Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýst stuðning til kaupa á þungaflutningabílum sem ganga að öllu leyti fyrir rafmagni. Þetta er mikilvægt skref til að styðja við þá sem vilja vera leiðtogar í orkuskiptum og stíga þannig fyrstu skrefin yfir í rafmagnsvörubíla. Leiðtogarnir leggja þannig sitt af mörkum til markmiða Íslands um samdrátt í losun koltvísýrings. Ávinningur rekstraraðila í lægri orkukostnaði er gríðarlega mikill og í betri nýtingu bílanna vegna styttri þjónustutíma og með því auk þessa góða stuðnings við kaupin tryggir arðsemi fjárfestingarinnar.

Umsóknarfrestur er til 11. júlí 2023 á vef Orkustofnunar. Sæktu um núna.

Áralöng reynsla Volvo Trucks í rafmagnsbílaframleiðslu

Volvo samsteypan hóf framleiðslu rafmagnsstrætisvagna á árinu 2017 og árið 2019 hófst framleiðsla á rafmagns vörubílum og rafmagns vinnuvélum. Þessi þróun og framleiðsla hefur byggt upp mikla reynslu, þekkingu og gæði innan samsteypunnar á þessari nýju tækni. Það leiddi til þess að árið 2022 hóf Volvo Trucks fjöldaframleiðslu á rafmagnsvörubílum, fyrstur alþjóðlegra vörubílaframleiðenda, og hefur nú selt yfir 5.000 rafmagnsvörubíla á heimsvísu og meðal annars er fjöldi rafmagnsvörubíla kominn til Íslands og byrjaðir að keyra á íslensku rafmagni.

Volvo Trucks býður nú alla sína vörubíla í rafmagnsútfærslu, sérstaklega hannaða fyrir þungaflutninga með ótrúlega lágan orkukostnað, þeir eru einstaklega hljóðlátir inni í farþegarými fyrir bílstjóra og hvað varðar hávaða í umhverfi, losa nánast engan koltvísýring og eru með leyfða heildarþyngd allt að 50 tonn.

Rafmagnsvörubílalínu Volvo má skoða nánar hér: Volvo FL 100% rafmagn, Volvo FE 100% rafmagn, Volvo FM 100% rafmagn, Volvo FMX 100% rafmagn og Volvo FH 100% rafmagn.

Sérfræðiþekking Veltis í rafmagns atvinnubílum og atvinnutækjum

Veltir og Brimborg hafa verið í fararbroddi bíla- og tækjaumboða í rafknúnum ökutækjum og lagt mikið í þjálfun og uppbyggingu búnaðar til þjónustu þeirra auk uppbyggingar á hleðsluinnviðum sem henta vörubílum sérstaklega. Það tryggir hátt þjónustustig og framúrskarandi nýtingartíma rafknúinna atvinnubíla.

Ávinningur af þungaflutningum á rafmagni er gríðarlegur

  • Lægra og stöðugra orkuverð auðveldar reksturinn
  • Orkuáfylling á starfstöð sparar tíma og fjármuni
  • Betri orkunýtni vegna hagkvæmni rafmagnsmótora
  • Betri nýting bílanna vegna
    • Styttri þjónustutíma rafmagnsvörubíla
    • Möglegrar notkunar í þéttbýli kvölds og morgna vegna minni mengunar og hávaða
  • Engin mengunarhætta þar sem ekkert jarðefnaeldsneyti er notað né smurolía eða olíusíur
  • Betra vinnuumhverfi fyrir bílstjóra vegna minni hávaða og titrings
  • Minni koltvísýringslosun hjálpar Íslandi að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og sjálfbærnimarkmið fyrirtækja
  • Betri loftgæði vegna engrar NOx- og sótmengunar
  • Orkusjálfstæði og orkuöryggi fyrir Íslendinga
  • Meiri raforka verður til reiðu fyrir aðra geira atvinnulífsins
  • Betri nýting á dreifikerfi því hleðsla mun mikið fara fram um nætur og helgar
  • Styrkir hraðhleðslunet fyrir alla því fólks- og sendibílar geta notað sömu hleðslustöðvar og vörubílar
  • Sterkari ímynd Íslands sem land endurnýjanlegrar orku, hreins lofts og ósnortnar náttúru

allt um Volvo rafmagnsvörubíla

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall