Fara í efni  

Veltir á Bauma véla- og tækjasýningunni 2025

Komdu og hittu okkur á Bauma 2025
Komdu og hittu okkur á Bauma 2025

Starfsfólk Veltis verða á Bauma véla- og tækjasýningunni í München sem fer fram dagana 7. – 14. apríl 2025. Við verðum á tveimur básum, annars vegar Volvo bás 308/C6 og svo á DIECI bás 1108/1 í höll FS. Komdu í heimsókn!

Volvo kynnir rafmagnaða línu vinnuvéla

Bauma 2025 mun varpa ljósi á stærsta og metnaðarfyllsta kynningarár sögunnar. Með fjölbreyttu úrvali raflmagnaðra Volvo atvinnutækja, sem og hefðbundinna lausna. Á sýningunni verða meðal annars Volvo EW240MH, L25, ECR25, PU40,EWR150, L90, L120, kappakstursbíll, EC230 ásamt Volvo vörubílum.

Kynntu þér Volvo vinnuvélar

Kynntu þér Volvo vörubíla

Þrír nýir DIECI skotbómulyftarar frumsýndir á Bauma

Þrír nýir DIECI skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar verða til frumsýndir á Bauma 2025, DIECI Pegasus Essential, Pegasus Classic og Pegasus Elite.

Kynntu þér DIECI skotbómulyftara

DIECI Pegasus Essential sem er mjög vel útbúinn skotbómulyftari og má þar nefna flæðistýrð joystick til stjórnunar á glussakerfi og keyrslu, stillanlegur hitunarbúnaður fyrir stýrishús og mótor, myndarvélar á bómu og aftur, glussahraðtengi, þráðlaus fjarstýring, spil, mannkarfa breikkanleg (420 cm) og tiltanleg (90° í báðar áttir), öflugt spil, LED vinnuljós alllan hringinn, aukalagnir á bómu svo eitthvað sé nefnt.

Kynntu þér DIECI Pegasus Essential 

Rotating Telehandlers construction pegasus essential ce Dieci

 

DIECI Pegasus Classic skotbómulyftarinn er öflugur og fjölhæfur vinnuvél sem sameinar lyftara, krana og körfulyftu í einu tæki. Hann er hannaður fyrir krefjandi aðstæður og býður upp á 360° snúning, öfluga lyftigetu og nákvæma stjórnun. Pegasus Classic er búinn nýjustu tækni fyrir öryggi og skilvirkni, sem tryggir hámarks þægindi og stjórn fyrir notandann.

Kynntu þér DIECI Pegasus CLASSIC

Rotating Telehandlers construction pegasus classic ce Dieci

DIECI Pegasus Elite skotbómulyftarinn er hágæða vinnuvél sem býður upp á framúrskarandi afköst fyrir krefjandi verkefni. Með 360° snúningi, aukinni lyftihæð og burðargetu er hann tilvalinn fyrir stór og flókin verkefni í byggingar- og iðnaðargeiranum. Pegasus Elite er búinn nýjustu stafrænni tækni sem veitir notandanum fullkomna stjórn, aukið öryggi og hámarks þægindi í vinnu. Nýi lyftarinn er með aukna burðargetu og lyftihæð allt að 40 metrar. Þessi nýji snúanlegi skotbómulyftari sameinar háþróaðar tæknilausnir til að tryggja aukið öryggi, betri rekstrarskilvirkni og nýstárlegt stafrænt stjórnunarkerfi.

Kynntu þér DIECI Pegasus ELITE

Rotating Telehandlers construction pegasus elite ce Dieci

DIECI Mini Agri 26.6-e 100% rafmagnslyftari væntanlegur til Veltis

Einnig er væntanlegur til okkar í Velti rafmagnaður DIECI Mini Agri 26.6-e. Rafmagnsskotbómulyftarinn er mjög vel útbúinn 100% rafmagns skotbómulyftari. Búnaðarlýsing: glussastýrt hraðtengi, gafflar, loftfjaðrandi ökumannssæti, LED vinnuljós allan hringinn, aukamiðstöð, auka glussa- og rafmagns- úrtök á bómu, bakkmyndavél, upphitaðir hliðarspeglar o.f.l. Glæsilegur skotbómulyftari sem gefur ekkert eftir í þægindum, öryggi, afli og stjórnun. Rafmagn og hleðsla: 1 eða 2 lithium ion rafhlöður 96V 228Ah 22kWh, ef valin eru 2 rafhlöður 96V 456 Ah 44kWh. Þrjár hleðsluleiðir eru í boði 1. Innbyggt hleðslutæki 3,3kW (220V) CCS týpa 2. Hleðslutími 5,3 klst 1 rafhlaða 11 klst 2 rafhlöður. 2. Innbyggt hleðslutæki 6,6kW (400V) hleðslutími 2,3 klst 1 rafhlaða 3,5 klst 2 rafhlöður 3. Auka hleðslutæki 18kW hleðslutími 1 rafhlaða 1 klst 2 rafhlöður 2 klst. Allar nánari upplýsingar hjá sölumanni í síma 5109102.

Smelltu og skoðaðu DIECI Mini Agri 26.6-e

Bauma 2025 | Stafræn vegferð og sjálfbærni

Á Bauma í ár verður áhersla lögð á stafræna vegferð og sjálfbærni og endurspeglast það í þeim fimm lykilviðfangsefnum sem skilgreind voru fyrir Bauma 2025. Fimm lykilviðfangsefnin eru:

  • Byggingaraðferðir og efni framtíðarinnar
  • Leiðin að sjálfvirkum vélum
  • Námuvinnsla – sjálfbær, skilvirk, áreiðanleg
  • Stafræn byggingarsvæði
  • Leiðin til Zero Emission

Hægt er að lesa meira um lykilviðfangsefni Bauma 2025 hér

Sýningarsvæði og opnunartími

Sýningarsvæði Bauma 2025 eru tvö, 200.000 m2 innisvæði og 414.000 m2 útisvæði og sýnendur eru yfir 3.000 talsins frá 55 löndum, en gert er ráð fyrir að fleiri 600 þúsund manns muni sækja sýninguna þetta árið. Opnunartími sýningarinnar er mánudag – föstudags frá kl. 09:30–18:30, laugardag frá kl. 08:30–18:30 og sunnudag frá kl. 9:30-16:30.

Ef þig vantar að ná sambandi við starfsfólk Veltis á sýningunni er hægt að hringja í:

Jóhann Rúnar sími 8942049, Dieci skotbómulyftarar

Ólaf Árnason sími 8934435, Volvo vörubílar og vinnuvélar

Þórarinn Vilhjálmsson sími 8956093. Volvo vörubílar og vinnuvélar

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 5109100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki. Veltir er þjónustu- og söluaðili fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæði Veltis sér um þjónustu við fyrrgreinda bíla og tæki. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara ásamt því að bjóða upp á hjólastillingar fyrir stóra atvinnubíla.

 

 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré