Flýtilyklar
Vetrarfundur BGS haldinn hjá Velti
Árlegur vetrarfundur félagsmanna BGS var haldinn í gær, 23. janúar hjá okkur í Velti í Hádegismóum 8. Um árlegan viðburð er að ræða þar sem félagar í bílgreininni hittast og eiga saman áhugavert og fræðandi kvöld. Boðið var uppá léttar veitingar.
Það voru svo þau María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri BGS, Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar og Sigurður Svavar Indriðason frá Iðunni sem ávörpuðu gesti. Að lokum var svo hópnum skipt upp og farið í skoðunaferð um glæsileg húsakynni okkar. Við þökkum öllum fyrir komuna, virkilega skemmtilegt kvöld.