Fara í efni  

Volvo rafmagnsvörubílar tvöfalda drægnina í 600 km

Allt að 600 km á einni hleðslu. Það er vegalengdin sem næsta kynslóð þungra vöruflutningabíla frá Vo…
Allt að 600 km á einni hleðslu. Það er vegalengdin sem næsta kynslóð þungra vöruflutningabíla frá Volvo Trucks mun geta ekið á einni hleðslu.

Allt að 600 km á einni hleðslu. Það er vegalengdin sem næsta kynslóð þungra vöruflutningabíla frá Volvo Trucks mun geta ekið á einni hleðslu. Lengri drægni táknar byltingu fyrir langflutninga með engri losun gróðurhúsalofttegunda og án loftmengunar.

Rafvæðing þungra vöruflutningabíla heldur áfram um allan heim og lengri vegalengdir eru nú að verða möguleiki. Á Íslandi hafa rafmagnstrukkar frá Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, nú ekið í meira en ár, reynslan er framúrskarandi og samanlagður akstur þeirra er að nálgast hálfa milljón kílómetra. Þeir hafa sannað gríðarlegan ávinning í orkusparnaði og valda engri losun gróðurhúsalofttegunda né loftmengun.

En nú er bylting framundan. Á næsta ári mun Volvo Trucks setja á markað nýja langdræga útgáfu af Volvo FH Electric sem mun geta ekið allt að 600 km á einni hleðslu. Þetta mun gera flutningafyrirtækjum kleift að reka rafmagnsvörubíla á lengri leiðum og keyra heilan vinnudag án hleðslu eða nýta rafmagnsvörubíla á enn lengri leiðum með einni hraðhleðslu í venjulegu 45 mínútna hvíldarhléi. Nýr Volvo FH Electric fer í sölu á seinni hluta ársins 2025.

„Nýja rafknúna flaggskipið okkar verður frábær viðbót við fjölbreytt úrval rafknúinna vörubíla og gera flutninga án útblásturs einnig mögulega fyrir lengri vegalengdir. Það verður frábær lausn fyrir flutningafyrirtæki sem aka vörubílum sínum lengri vegalengdir og hafa skuldbundið sig til að draga umtalsvert úr CO2 losun,“ segir Roger Alm, forstjóri Volvo Trucks.

Fimm ár í forystu í rafmagnsvörubílum

Lengri drægni allt að 600 km felst í byltingu í nýrri driflínutækni Volvo, svokölluðum e-öxli, sem skapar pláss fyrir umtalsvert stærri rafhlöður. Enn skilvirkari rafhlöður, endurbætt rafhlöðustjórnunarkerfi og meiri orkunýtni aflrásar stuðlar einnig að aukinni drægni.

Volvo Trucks er leiðandi á heimsvísu í meðal- og þungum rafknúnum vörubílum með átta gerðir rafmagnsvörubíla í vörulínu sinni. Fjölbreytt vöruúrval gerir kleift að rafvæða borgar- og dreifbýlisdreifingu, verklegar framkvæmdir, sorphirðu og fljótlega langflutninga. Volvo hefur hingað til afhent meira en 3.800 rafknúna vörubíla til viðskiptavina í 46 löndum um allan heim og þar af 14 á Íslandi. Á heimsvísu hafa Volvo rafmagnsvörubílar ekið yfir 80 milljón kílómetra og á Íslandi nálgast aksturinn hálfa milljón kílómetra.

„Vegasamgöngur eru ábyrgar fyrir sjö prósentum af kolefnislosun á heimsvísu. Rafmagnsvörubílar eru mikilvæg tæki til að minnka loftslagssporið. Fyrir utan mikilvægan umhverfisávinning sem rafmagnsvörubílar hafa í för með sér, bjóða þeir vörubílstjórum mun betra vinnuumhverfi, með mun minni hávaða og titringi,“ segir Roger Alm.

Volvo Trucks knýr umskiptin í átt að jarðefnalausum flutningum til að ná markmiði sínu um núlllosun fyrir árið 2040 með því að byggja á þriggja þrepa tæknistefnu. Þriggja þrepa tækninálgunin er í fyrsta lagi byggð á rafmagnstrukkum, í öðru lagi á trukkum sem nýta vetni í gegnum efnarafalstækni og í þriðja lagi trukkum með sprengiheyfli sem ganga fyrir endurnýjanlegu eldsneyti eins og grænu vetni, lífgasi eða HVO (Hydrogenated Vegetable Oil).

Aðstæður í hverju landi ráða því hvaða lausn hentar best og Ísland er einstaklega vel til þess fallið eins og reynsla okkar hefur sýnt að nýta rafmagnstrukka til að tryggja besta mögulega nýtingu raforkunnar.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.

Smelltu og kynntu þér Volvo vörubíla

 

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall