Flýtilyklar
Volvo Trucks leiðandi á vaxandi rafmagns vörubílamarkaði
Á síðasta ári fjölgaði rafknúnum þungaflutningabílum á vegum í Evrópu og Bandaríkjunum hraðar en nokkru sinni fyrr. Volvo Trucks hefur nú selt meira en 4.300 rafknúna vörubíla á heimsvísu í meira en 38 löndum. Í Evrópu er Volvo Trucks markaðsleiðandi með 32% hlutdeild á markaði fyrir þunga rafmagns vörubíla og í Norður-Ameríku var næstum helmingur allra þungra rafmagns vörubíla sem skráðir voru árið 2022 af Volvo gerð.
Árið 2022 stækkaði markaður fyrir rafknúna vörubíla (≥16 tonn) í Evrópu um 200% í 1.041 vörubíla og er Volvo Trucks með hæstu hlutdeildina á þessum markaði.
„Við erum staðráðin í að leiða umbreytinguna á markaði fyrir rafknúna vörubíla og leiðandi staða okkar á markaði árið 2022, ekki aðeins í Evrópu, heldur einnig á Norður-Ameríku og öðrum mörkuðum, er sönnun þess að við erum að gera einmitt það. Markaðurinn fyrir rafmagns vörubíla er að vísu enn lítill, en þróunin er skýr: margir viðskiptavinir okkar eru nú að hefja sína eigin breytingu yfir í rafmagn. Við ætlum að vera hvatinn að þessum umskiptum og stefnum að því að 50% af heimssölu okkar á nýjum vörubílum verði rafknúnir árið 2030,“ segir Roger Alm, forseti Volvo Trucks.
Frá því að Volvo Trucks hóf framleiðslu á rafknúnum vörubílum árið 2019 hefur fyrirtækið selt meira en 4.300 rafmagns vörubíla í meira en 38 löndum um allan heim. Volvo býður nú upp á breiðustu vörulínu greinarinnar með sex gerðum rafmagns vörubíla í fjöldaframleiðslu, sem koma til móts við mjög fjölbreytta flutninga í og á milli borga.
"Nú erum við með vöruúrval sem getur náð yfir flestar tegundir flutninga fyrir hvers kyns viðskiptavini. Þegar litið er á vöruflæðismynstrið er hægt að rafvæða næstum helming allra flutninga með rafknúnum vörubílum," segir Roger Alm. „Við lítum á það sem verkefni okkar að styðja viðskiptavini okkar við að láta það gerast.
Til frekari upplýsingar:
Markaðshlutdeild Volvo Trucks og heildarvaxtarupplýsingar sem vísað er til fyrir rafknúna vörubíla (≥16 tonn) í Evrópu er efni frá IHS Markit greiningarfyrirtækinu. Greiningarfyrirtækið skilgreinir „Evrópu“ sem Evrópusambandið auk Noregs og Sviss en Ísland er ekki inni í þeim tölum. Brimborg hefur sent erindi á IHS Markit og bent á þetta.
Norður Ameríka þýðir Bandaríkin og Kanada. Markaðshlutdeild Volvo Trucks fyrir Norður-Ameríku er byggð á upplýsingaöflun frá Volvo Trucks North America.
Yfirlýsingin; „það er mögulegt að rafvæða næstum helming allra flutninga“, vísar til hagskýrslu Eurostat „Vöruflutningar á vegum eftir vegalengd“ sem sýna að nærri helmingur allra vöruflutninga á vegum í Evrópu fór um minna en 300 km vegalengd.
Frumfréttina á ensku frá Volvo Trucks má finna á þessari slóð: https://www.volvotrucks.com/en-en/news-stories/press-releases/2023/feb/volvo-leads-the-booming-market-for-electric-trucks.html