Fara í efni  

Volvo Trucks selur Amazon 20 rafknúna þungaflutningabíla

Volvo Trucks selur Amazon 20 rafknúna þungaflutningabíla
Volvo Trucks selur Amazon 20 rafknúna þungaflutningabíla

Vörubílaframleiðandinn Volvo Trucks mun afhenda Amazon í Þýskalandi rafknúna þungaflutningabíla í lok árs. Vörubílarnir eru af gerðinni Volvo FH Electric og er áætlað að þeir muni aka meira en eina milljón kílómetra árlega, knúnir rafmagni í stað dísilolíu.

Þungaflutningabílar og aðrir atvinnubílar eru ábyrgir fyrir um 36% af koltvísýringslosun á beinni ábyrgð Þýskalands, sem gerir það að verkum að kolefnislosun vegasamgangna er mikilvægt mál sem þarf að taka á.

„Leiðtogar í landflutningum gegna lykilhlutverki í því að leiða viðleitni atvinnugreinarinnar til að minnka kolefnisfótspor hennar. Þess vegna er ég ánægð með að Amazon sé að vinna með okkur til að hjálpa til við að draga úr losun þeirra í lengri og þyngri flutningaverkefnum,“ segir Jessica Sandström, framkvæmdastjóri vörustjórnunar hjá Volvo Trucks.

Volvo Trucks hóf fjöldaframleiðslu á þungum rafknúnum vörubílum í september á þessu ári og framboð á rafknúnum vörubílum fyrir flutninga á milli borga og innanbæjar markar mikilvægan áfanga í því að draga úr losun við flutninga á vegum.

„Á heimsvísu bjóðum við nú sex rafbílagerðir tilbúnar til pöntunar og fjöldaframleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn eftir kolefnislausum vöruflutningum. Þetta er hvetjandi skref fram á við til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga,“ segir Jessica Sandström.

Rafknúnar útgáfur af vinsælustu gerðum Volvo Trucks – Volvo FH, Volvo FM og Volvo FMX vörubílarnir – munu gegna mikilvægu hlutverki við að ná heimsmarkmiði Volvo Trucks að árið 2030 verði 50% allra seldra nýrra Volvo vörubíla knúnir hreinu rafmagni frá rafhlöðu eða með vetni í gegnum efnarafal. Þessir rafknúnu þungaflutningabílar eru allt að 44 tonn að heildarþyngd og þessar þrjár gerðir sem fyrr eru nefndar eru um tveir þriðju af sölu fyrirtækisins.

Hjá Amazon munu vörubílarnir koma í stað dísilbíla og gegna lykilhlutverki í rafvæðingu flutningakeðjunar.

„Amazon hefur skuldbundið sig til að gera flota sinn kolefnisfrían en það hefur verið sérstaklega erfitt að leysa það í flutningum miðlungsvegalengda,“ útskýrir Andreas Marschner, framkvæmdastjóri flutningaþjónustu Amazon í Evrópu. „Þess vegna er það svo mikilvægur áfangi að taka við þessum rafknúnu þungaflutningabílum frá Volvo í flota okkar. Við erum með eitt metnaðarfyllsta rafvæðingarverkefni í flutningum í atvinnuskyni og við munum halda áfram fjárfestingum og nýsköpun með það að markmiði að kolefnisfría okkur og tryggja viðskiptavinum okkar afhendingar á pökkum án koltvísýringslosunar.

Staðreyndir um rafknúna Volvo FH Electric

  • Drifrafhlöður: 540 kWst
  • Afl: 490 kW stöðugt afl sem samsvarar 666 hestöflum
  • Allt að 300 km drægni, auk þess sem Volvo FH Electric getur náð allt að 500 km akstri á venjulegum vinnudegi ef hleðslu er bætt við, til dæmis í hádegishléi

Staðreyndir um rafknúna vörulínu Volvo Truck

  • Volvo Truck býður upp á sex gerðir rafknúinna þungaflutningabíla á heimsvísu fyrir margvíslegar flutningaþarfir.
  • Rafknúnu Volvo FH, FM and FMX Electric gerðirnar ná allt upp í 44 tonn í heildarþyngd. Sala og fjöldaframleiðsla í Evrópu hóst í september 2022.
  • Framleiðsla á rafknúnum Volvo FL og FE Electric, fyrir borgardreifingu og sorphirðu, hófst í Evrópu þegar árið 2019.
  • Framleiðsla á rafknúnum Volvo VNR Electric fyrir Norður-Ameríku hófst árið 2020.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall