Flýtilyklar
Volvo vörubílar tróna á sölutoppnum á Íslandi 2022 og Volvo FH16 mest selda einstaka gerðin
Volvo vöru- og flutningabílar tróna á toppnum á Íslandi árið 2022 með 50 nýja vörubíla yfir 10 tonn, um 30% hlutdeild á vörubílamarkaði yfir 10 tonn. Í flokki vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn er Volvo FH16 mest seldi vöru- og flutningabíllinn af einstökum gerðum enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður. Heildarmarkaður fyrir vörubíla yfir 10 tonn árið 2022 var 169 bílar sem er aukning um 22,5% frá fyrra ári.
Veltir kynnti til sögunnar fyrstu rafknúnu vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn á árinu sem var að líða. Við erum stolt af því að hefja þessa vegferð hér á landi og þökkum viðskiptavinum okkar traustið en rafknúnu bílarnir verða afhentir viðskiptavinum á árinu 2023. Um er að ræða 11 fyrirtæki í 8 atvinnugreinum sem fá afhenta rafknúna bíla.
"Efnahagslífið var gott 2022 sem skilar sé í mikilli eftirspurn eftir nýjum atvinnubílum og margvísleg þróun til aukinnar sparneytni og aukins öryggis hvetur rekstraraðila til að endurnýja. Bjartsýni ríkir um nýtt ár sem hefur leitt til þess að pantanastaða Veltis fyrir árið 2023 fyrir nýja atvinnubíla er mjög sterk hjá Velti. Sambland af frábæru starfsfólki, tryggum, kröfuhörðum viðskiptavinum, hágæða atvinnubílum og glæsilegri þjónustumiðstöð þar sem allt er á einum stað tryggir að Vovo vörubílar sitja á toppnum á Íslandi eins og í fyrra", segir Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar.
Smelltu og skoðaðu Volvo vörubíla
Hafðu samband
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu þjónustumiðstöðina okkar.