Flýtilyklar
Volvo vörubílar með 40% markaðshlutdeild, 356% söluvöxt, 20% sölunnar rafmagnsvörubílar

Vörubílar frá Volvo Trucks eru þeir mest seldu á Íslandi það sem af er ári með 41 vörubíl og 40% markaðshlutdeild en Volvo vörubílar voru einnig í toppsætinu árin 2022 og 2021 skv. nýskráningargögnum frá Samgöngustofu*. Söluvöxturinn frá sama tíma í fyrra er 356% og hlutdeild rafmagnsvörubíla af sölunni er 20%.
Veltir, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, nýskráði fyrsta rafmagnsvörubílinn á Íslandi í lok árs 2022 og nýskráningar rafmagnsvörubíla hafa haldið áfram á þessu ári. Hlutdeild Volvo Trucks í rafmagnsvörubílum á Íslandi árið 2022 og það sem af er þessu ári er 100%.
Volvo Trucks eru fremstir í rafmagnsvörubílum á heimsvísu og hafa nú afhent yfir 4300 rafmagnsvörubíla víða um heim. Ísland er þar fremst í flokki en rafmagnsvörubílar eru 20% af nýskráningum Volvo vörubíla á Íslandi árið 2023 og er það langhæsta hlutfall í heimi.
Föstudaginn 28. apríl 2023 var við hátíðlega athöfn formleg afhending á fyrstu rafmagnsvörubílunum þar sem mættir voru fulltrúar 9 fyrirtækja, sannkallaðir leiðtogar í orkuskiptum, til að taka formlega við fyrstu Volvo rafmagnsvörubílunum. Þessi viðburður er fyrsti kaflinn í rafmagnsvæðingu þungaflutninga á Íslandi.
Leiðtogar í orkuskiptum, Ölgerðin, Garðaklettur, Eimskip, Íslandspóstur, GS Frakt, Íslenska gámafélagið, Ragnar og Ásgeir, Húsasmiðjan og Steypustöðin fá afhenta fyrstu rafmagnsvörubílana. Þessi fyrirtæki starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins og eiga það sameiginlegt að vera öflugir leiðtogar í orkuskiptum á Íslandi.
* Nýskráningargögn eru fengin af vef Samgöngustofu og miðast við vörubíla 10 tonn í heildarþyngd og stærri.